Saga - 2013, Side 117
Tvennt hafði kannski einkum áhrif á valdasamþjöppun, að völd
söfnuðust á hendur fárra við lok 12. aldar. Annað var að frá 1190 var
bannað að vígja goðorðsmenn sem presta60 og hitt var friðarstefna
kirkjunnar.61 Höfðingjar urðu að gera upp hug sinn um það hvort
þeir vildu frekar vera prestar eða goðar. Það var í anda friðarstefnu
kirkjunnar að efla til valda menn sem töldust líklegir til að styrkja
frið og vera hlynntir kirkjunni um leið. Þórður hefur trúlega talist af
þessu sauðahúsi og eru rökin einkum þau að hann var djákni að
vígslu og auk þess alltaf náinn vinur Guðmundar biskups Arasonar.
Þórður naut trausts Þorgils prests á Skarði og átti fleiri vini í röðum
áhrifamikilla presta. Gerðardómar hafa styrkt ímynd Þórðar sem
friðarstillis.62
Áður var bent á að Ari fróði muni um 1130 hafa talið íbúa við
Breiðafjörð og í Dölum mynda samfélagslega heild en það hafi þó
ekki jafngilt pólitískri heild. Um 1200 var hins vegar komið að póli-
tískri sameiningu og það sem olli líklega helst voru ný viðhorf.
Helst munu viðhorfin hafa breyst um 1190 fyrir áhrif frá kirkjunni,
með hugmyndinni um að völdin ættu að vera í höndum sterkra og
friðsamra stjórnenda sem styddu kirkjuna. Þórður virðist hafa
fundið hljómgrunn fyrir slíkri hugmynd við Breiðafjörð sem varð
kjarninn í ríki hans. 63
Þórður hefur væntanlega getað beitt sér á Þórsnesþingi þar sem
þeir bræður fóru með tvö af þremur goðorðum.64 Á þinginu var
ódrjúgshálsar og sæbrautir 115
60 Í seinni tíð hefur Sverrir Jakobsson einkum dregið þetta atriði fram, sbr. „The
Process of State-formation in Medieval Iceland“, Viator 40:2 (2009), bls.
151–170.
61 Þetta er sett á oddinn í Helgi Þorláksson, „Milli Skarðs og Feykis“, Saga
XLVIII:2 (2010), bls. 51–93.
62 Að mati Braudels þurfti pólitískan vilja Rómverja til að sameina allt Miðjarðar -
hafssvæðið undir einni stjórn. Hafið varð Mare nostrum. Á tíma Ágústusar
ríkti það viðhorf að slík yfirstjórn á svæðinu væri nauðsyn til að tryggja frið,
og við tók „ubique pax“ eða Pax romana og stuðlaði að viðskiptum og hag -
sæld, sbr. The Mediterranean in the Ancient World, bls. 326–327 og 334–335. Sam -
einingin hefði vart orðið svo varanleg og friður góður nema af því að sterk
sameiningaröfl, önnur en rómversk pólitík, studdu þetta.
63 Sverrir Jakobsson hefur rakið hvernig hugmyndir um að hérað lúti stjórn eins
manns og verði ríki eða héraðsríki birtast bæði í skrifum Snorra Sturlusonar og í
stjórn hans í Borgarfirði, sbr. Sverrir Jakobsson, „Rými, vald og orðræða í
íslensku samfélagi á seinni hluta þjóðveldisaldar“, Heimtur, einkum bls. 334–336.
64 Þriðja goðorðið í þinginu telst hafa verið Hítdælagoðorð en lítið fór fyrir hand-
höfum þess í tíð Þórðar.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 115