Saga - 2013, Page 119
Skarð verjar.67 Eftir fráfall Þórðar 1237 reyndi Sturla Sighvatsson að
vinna þá Pál og Sturlu Þórðarson, vin hans, á sitt band. Þetta er vís-
bending um mikilvægi þess að njóta stuðnings Páls í pólitískri bar-
áttu og hennar nutu þeir feðgar, Þórður og Sturla.
Átök Þórðar og Órækju
Sturla Sighvatsson hvarf úr landi um skeið, árið 1233, og þá fór
Órækja Snorrason að gera sig líklegan til að etja kappi við Þórð um
pólitísk völd. Lét Órækja menn sína leggja gjöld á bændur um nes
og þverfjörðu í Barðastrandarsýslu eða ræna ella. Þeir tóku skip frá
sonum Þorbjarnar grana og rændu í eyjunum og á Skarðsströnd.68
Þetta merkir að Órækja hefur viljað angra þingmenn Þórðar í Barða -
strandarsýslu í von um að hann gæti leitt í ljós vanmátt hans á ein-
hvern hátt. Þórður fór vestur til Saurbæjar til varnar en þá voru
menn Órækju farnir. Árið 1234 stofnaði Órækja bú á Reykhólum og
annað á Staðarhóli og tók fé af bændum. Hann hafði líka bú í
Vatnsfirði. Sagan segir, „Þórði Sturlusyni þótti sem menn Órækju
myndi gera margar óspektir þingmönnum hans ef hann sæti í
Saurbæ eða á Hólum“.69 Eftir þessu að dæma hefur Þórður átt þing-
menn í Saurbæ og í Austur-Barðastrandarsýslu. Hann fór landleið
með 180 menn í Saurbæ en sendi syni sína með 60 menn á skipum
og tóku þeir upp búið á Reykhólum. Síðar sama sumar safnaði
Órækja liði um Rauðasand og Barðaströnd og var búist við að hann
stefndi því gegn Þórði á Snæfellsnesi. Ekkert bendir þó til að Órækja
hafi ætlað sjóleiðis beint yfir fjörð. Haukur prestur í Haga, stuðn -
ingsmaður Þórðar, sendi syni yfir á Eyri til að láta Þórð vita. Er
auðsætt að þeir muni hafa farið sjóleiðis. Þórður safnaði þá tiltæk-
um teinæringum fyrir norðan Breiðafjörð og hélt öllum skipunum
saman við Akurey, undan Helgafellssveit. Þessi bátasöfnun norðan
fjarðar bendir til að Þórður hafi átt nokkurn styrk þar. Þetta er orðað
svo að Þórður tiggi, sonur Þórðar Sturlusonar, fór vestur yfir flóa
(þ.e. norður yfir fjörð), „og hafði hann vestan alla teinæringa þá er
voru fyrir vestan Breiða fjörð og þeir höfðu tólfæring mikinn er átti
biskup í Skálholti“.70
ódrjúgshálsar og sæbrautir 117
67 Þetta sanna alls kyns vensl og tengsl eins og kemur m.a. fram á töflu í Lúðvík
Ingvarsson, Goðorð og goðorðsmenn 3, bls. 207.
68 Sturlunga saga I, bls. 365.
69 Sama heimild, bls. 376.
70 Sama heimild, bls. 377–378.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 117