Saga - 2013, Page 120
Allar þessar ráðstafanir Þórðar Sturlusonar sýna að hann átti
þingmenn báðum megin við Breiðafjörð, allt svæðið var undir.
Órækja reyndi að ná árangri með því að leggja undir sig Staðarhól
og Reykhóla en Þórður lagði mest kapp á að ná þessum býlum aftur
og reyndist sterkari í þeim átökum. Goði sem vildi halda völdum og
virðingu í Saurbæ og við norðanverðan Breiðafjörð varð að hafa
taumhald á ferðum milli Reykhóla og Tjaldaness.
Áreitni Órækju við bændur um nes og þverfjörðu og söfnun
teinæringa í nafni Þórðar fyrir norðan fjörð sýnir að bændur á nesj-
um og í fjörðum munu almennt hafa verið þingmenn eða stuðnings-
menn Þórðar. Óhætt mun að fullyrða að staða Þórðar hafi einkum
verið sterk á nesjunum þar sem voru jafnan stórbændur. Bændum
þarna fremst á nesjum hefur stundum verið líkt við sævíkinga í
seinni tíð og nefndir nesjakóngar.71
Árið 1229 fóru Vatnsfirðingar í friðsamlegum erindagjörðum til
Þórðar Sturlusonar á Öndurðareyri, handan fjarðar; þeir sóttu traust
hjá þeim bræðrum, Snorra og Þórði, gegn Sturlu Sighvatssyni. Í
upphafi lá leið Vatnsfirðinga í Skálmafjörð og þeir fengu síðan skip
á Svínanesi og fóru um hjá Bjarneyjum og Stagley. Ekki kemur fram
hverjum Þorkell bóndi og messudjákni á Svínanesi fylgdi að málum,
um 1220, en Börkur sonur hans mun hafa verið siglingakappi.72 Hér
er á hann minnst vegna þess að höfðingjum eins og Þórði Sturlusyni
var akkur í slíkum mönnum og má minnast teinæringanna sem
Þórður fékk í flota sinn af þessu svæði. Stórbýlið Múli er fremst á
Skálmanesi og þar átti heima Hrólfur sem sagður var bæði þing -
maður og vinur Þorgils Oddasonar á Staðarhóli. Goðarnir á Staðar -
hóli hafa líklega átt ágæta möguleika á að láta til sín taka á stór -
býlunum milli Reykjaness og Barðastrandar. Þórður fetaði í spor
Þorgils Oddasonar, en ekki mun koma fram að Vatnsfirðingar hafi
átt mikilvæga fylgismenn á þessu svæði.
Hér skal því haldið fram að Þórður hafi verið öðrum höfðingjum
voldugri við Breiðafjörð, m.a. af því að hann réð fyrir skipaflota og
kunni að beita honum. Í pólitískum átökum við Breiðafjörð reyndi
á að geta aflað fanga fyrir sig og menn sína. Var þá safnað úr eyjun-
helgi þorláksson118
71 Jóhann Skaptason. Árbók MCMLIX. Barðastrandarsýsla 91; Bergsveinn Skúlason,
Á Hjarðarnesi (Ferðaminningar), Bréf og bögglar (Reykjavík: Bókaútgáfa Þórhalls
Bjarnarsonar 1977), bls. 216.
72 Sturlunga saga I, bls. 333; Jarteinabók Guðmundar byskups. Útg. Guðni Jóns -
son, Byskupa sögur II, bls. 459–60; Sturlunga saga II, bls. 229.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 118