Saga - 2013, Page 121
um eggjum og selaafurðum, eins og fram kom í átökum Hvamm-
Sturlu og Einars Þorgilssonar um Búðardal. Segir af því tilefni um
Einar og menn hans að þeir „höfðu skipakost betra en Búðdælir og
urðu hans menn því oft fengsælli“.73 Árið 1228 voru t.d. 120 manns
í Hvammi hjá Þórði, þegar spennan var sem mest milli þeirra Sturlu,
og hefur þurft að draga að mikinn mat.74 Á friðartímum var sjálf-
sagt mikilvægt að ráða fyrir hlunnindamiklum eyjum og hafa ítök í
verstöðv um og má minna á að Þórður átti hinar gagnauðugu
Akureyjar undan Skarðsströnd. Í ófriði skiptu þó eignarheimildir
vart alltaf miklu máli heldur bátaeign og liðsstyrkur.
Árið 1231 gerði Þórður Guðmundi biskupi þann greiða að flytja
hann og fylgdarlið á Langhúfi og ferju mikilli. Má vel ímynda sér að
Þórður hafi getað verið mörgum innan handar með flutninga, t.d.
vertíðarfisks.75 Í verstöðvum gat oft komið til átaka, megi marka
sögur. Var þá mikilvægt að mönnum stæði ógn af Þórði og valdi
hans og óttuðust refsingar. Frá því er sagt að menn Þórðar hafi
ætlað að festa upp þjóf en aðrir komið honum undan; þá varð
Þórður svo reiður að menn hans urðu að halda honum en vógu einn
þeirra sem hjálpuðu þjófnum. Í annað sinn var Þórður í Fagurey og
lét þá drepa tvo menn sem töldust misindismenn. Kom í bæði skipt-
in fram að Þórður gat verið óvæginn.76 Hann hefur vart ferðast um
Breiðafjörð öðru vísi en á stórum bátum eða skipum með allmarga
fylgdarmenn sem voru til þess búnir að sýna illræðismönnum í tvo
heimana.77
Órækja fær sér skip
Eftir fráfall Þórðar 1237 og fall Sturlu Sighvatssonar árið 1238 hélt
Órækja áfram þeirri viðleitni að ná völdum við Breiðafjörð; hann
keypti Flatey og gerði þar bú og tók að ferðast um á hinu stóra skipi,
Langhúfi. Honum hefur auðvitað verið ljóst að sá sem átti eignir í
eyjunum og hafði af þeim tekjur þurfti báta til að flytja fólk og fé,
ódrjúgshálsar og sæbrautir 119
73 Sturlunga saga I, bls. 84.
74 Sama heimild, bls. 318.
75 Á níunda áratug 19. aldar fékk Pétur Steinsson, bóndi í Skáleyjum, lánað hið
stóra skip Svefneyjablika til að flytja vertíðarfisk (svo Már Jónsson í fyrirlestri
24. september 2012).
76 Sturlunga saga I, bls. 232 og 383–384.
77 Maður var dæmdur fjórðungsómagi og „héraðsfari“ um Breiðafjörð um 1110
(Sturlunga saga I, bls. 14); það merkir þó varla að við fjörðinn hafi verið
héraðsríki enda er heimildin frá um 1240 og hugsanlega mótuð af tíma Þórðar.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 119