Saga - 2013, Qupperneq 125
höfn um 1300 en Dögurðarnes virðist ekki hafa haft það hlutverk
lengur. Helgafellsklaustur jókst enn að mikilvægi á 14. öld og er óljóst
hvort eða hvernig það muni hafa raskað valdahlutföllum við fjörðinn,
en samskipti Orms Snorrasonar á Skarði við klaustrið um 1350 virðast
hafa verið vinsamleg; hann mun hafa látið rita fyrir sig handrit í
klaustrinu. Ormur var tvisvar lögmaður og einu sinni hirðstjóri og er
sýnt að búseta á Skarði hefur verið undirstaða valda.86
Víst er að hinir voldugustu höfðingjar við fjörðinn á 14. og 15.
öld sátu á Skarði. Staðarhóll var líka mikilvægur sem fyrr og árið
1430 gaf Loftur Guttormsson á Skarði syni sínum Ormi Staðarhól og
fylgdu þá kirkjunni þar hálfar Bjarneyjar, hin geysimikilvæga ver -
stöð. Við Skarði tóku svo Björn ríki Þorleifsson og Ólöf Loftsdóttir
og varð Björn Guðmundi Arasyni á Reykhólum yfirsterkari í baráttu
um auð og völd. Auðsætt er að mikilvægt var fyrir völd við fjörðinn
að ráða fyrir býlunum Skarði, Staðarhóli, Reykhólum og svo Saurbæ
á Rauðasandi, sem nefndist Bær. Saga átaka um auð og völd tengist
þessum býlum.87 Björn ríki varð hirðstjóri og réð fyrir Skarði, Saur -
bæ og Reykhólum og líka Flatey, Brjánslæk og Mávahlíð. Hann var
æðsti umboðsmaður konungs og beindi geiri sínum að Englend -
ingum sem felldu hann í Rifi 1467.
Tekjur af jarðeignum, mannafli og hervald skýra stöðu Björns og
jafnframt að konungur skyldi veðja á hann sem fulltrúa sinn. Eftir
friðsamlega tíma á bilinu frá 1270 til loka 14. aldar fór að gæta hern -
aðar að nýju. 15. öldin hefur m.a. verið kölluð sveinaöld, því höfð -
ingjar riðu um með sveinaliði og kúguðu leiguliða keppinauta
sinna; er í því sambandi talað um heimreiðir.88 Þótt Björn ríki væri
voldugur dirfðist Loftur Ormsson á Staðarhóli, sonur Orms Lofts -
sonar hirð stjóra, að etja kappi við hann; þeir feðgar, Ormur og
Loftur, höfðu hlotið upphefð frá konungi. Til er illa varðveitt bréf
frá tímum Björns og er nafnlaust, en hann hlýtur nánast að vera
mælandi þess. Kemur þar fram að hann ætli sér að stunda hernað
og heitir viðtakanda góðum ránsfeng. Hann hafði hugsað sér að fara
út yfir fjörðinn gegn andstæðingi sínum. Er getið til að andstæðing-
ódrjúgshálsar og sæbrautir 123
86 Um Orm, sjá t.d. Selma Jónsdóttir, „Gjafaramynd í íslenzku handriti“, Árbók
Hins íslenzka fornleifafélags 1964, bls. 5–19.
87 Vef. Helgi Þorláksson, Vald og ofurvald, Kistan 30. september 2004, http:
//kistan.is/default.asp?sid_id=28001&tre_rod=004|&tId=2&fre_id=39734&me
ira=1, 18. mars 2013.
88 Vef. Helgi Þorláksson, Vald og ofurvald.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 123