Saga - 2013, Blaðsíða 126
urinn hafi verið Loftur Ormsson sem hafði staðið fyrir ránum á
eignum sem Björn taldi sínar og er það líklegt. Óvissara er um
viðtakanda bréfsins, en bent hefur verið á Andrés Guðmundsson á
Reykhólum. Virðist sem Björn hafi ætlað að stefna skipum frá
Skarðsströnd yfir að Snæfellsnesi.89 Þetta minnir á Sturlungaöld en
vitneskja er öll af skornum skammti. Í vitund manna mun Björn ríki
vera ákaflega voldugur. Sýnt er þó að það hafa verið veikleikar í
veldi hans, ekki síst að hann skyldi ekki ráða fyrir Staðarhóli. Á
ófriðartímum hlýtur það að hafa verið bagalegt fyrst hann hafði
forræði fyrir Vatnsfirði líka; þá er haft til hliðsjónar mikilvægi ferða
milli Reykhóla og Saurbæjar. Engu að síður er ljóst að Björn varð
öðrum voldugri við fjörðinn og byggði vald sitt á jarðeign, herafla
og skipaliði og svo stuðningi konungs.
Eggert Björnsson
Ritheimildir leyfa varla eins nákvæma skoðun á pólitískri stöðu
nokkurs manns við Breiðafjörð og Þórðar Sturlusonar fyrr en kemur
að Eggerti Björnssyni á Skarði. Í kjölfar siðskipta voru hefndarvíg
stórbokka með öllu afnumin og höfðingjum var ekki þolað að fara
um með sveinalið. Friður var því góður milli þeirra og konungur
var mikilvægari höfðingjum og frama þeirra en nokkru sinni fyrr.
Eins og áður útnefndi konungsvald þá menn til að gegna sýslu-
völdum og fara með jarðaumboð sem voru efnaðir, og gátu þar með
örugglega staðið í skilum, og áttu nógu mikið undir sér til að geta
haldið uppi aga.90
Eggert var sýslumaður í Barðastrandarsýslu og fékk Skógar -
strandar umboð, handan fjarðar. Þegar hann var í þingaferðum sem
sýslumaður mun hann að hafa farið mikið um sjálfur á bátum; það
verður ráðið af því einu að Svefneyjar voru einn af þingstöðunum.
Hann átti bú á Skarði og í Saurbæ á Rauðasandi og skipti við kaup-
menn í Hólminum, Kumbaravogi, Flatey og á Vatneyri.
Umsvif Eggerts náðu þannig um allan Breiðafjörð og hafa byggst
á bátaeign og siglingum. Kemur fram 1639 að þá keyptu Eggert og
helgi þorláksson124
89 Stefán Karlsson, „Liðsbónarbréf“, Saga XXIII (1985), bls. 167–185.
90 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana, bls. 451; Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir
II (Reykjavík: Prentsmiðja Ísafoldar og Þjóðólfs 1889–1904), bls. 114.
91 Lbs.-Hbs. Gunnar Örn Hannesson, Bréfabók Eggerts Björnssonar sýslumanns
á Skarði á Skarðsströnd. Um efni hennar, feril og skjalfræði. MA–ritgerð í
sagnfræði við Háskóla Íslands 2011, bls. 67.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 124