Saga - 2013, Síða 127
Magnús, sem hafði sýsluna með honum, timbur hjá kaupmanni og
er getið til að það hafi verið ætlað til bátasmíða.91 Um skip í eigu
Eggerts mun annars ekki vitað; hitt er þekkt að Jón Magnússon
sýslu maður í Dölum, sem bjó í Haga á Barðaströnd, átti farmaskip
sem flutti góss úr kaupstað þegar það fórst með 15 manns árið
1616.92 Og annar Jón Magnússon (d. 1705), sýslumaður í Stranda -
sýslu og búandi á Reykhólum, átti mikið farmaskip sem hann lét
smíða; það nefndist Svanur og bar 300 vættir eða 15 tonn fyrir utan
menn. Því hafði átt að sigla frá Rifi að Narfeyri þegar það fórst við
Látrabjarg 1714.93 Líklegt er að það hafi verið siður hinna efnuðustu
á þessum slóðum frá fornu fari að eiga stóra báta, ferjur eða farma-
skip og skútur, eins og nefnt var.94 Eggert og Þórður Sturluson
munu þannig hafa átt sameiginlegt að veldi þeirra byggðist að
miklu leyti á bátum eða skipum. Ólíkt Þórði háði Eggert þó varla
pólitíska baráttu til að auka völd sín við Breiðafjörð, hann sótti þau
einkum til konungs og í mikla jarðeign. Sagt er að Snæfellsnessýsla
sé fyrst nefnd 1546, Dalasýsla 1548 og Barðastrandarsýsla 154995 en
voru víst teknar að mótast fyrr. Slík skipting mun jafnvel hafa gilt
um 1460 í tíð Björns ríka; hann mun sem hirðstjóri hafa getað skipað
sýslumenn sjálfur og var hentugt fyrir hann að hafa þá þrjá fyrst
hann var sjálfur yfir þeim og líka voldugasti höfðingi við Breiða -
fjörð. Á tíma Eggerts var úr sögunni að Íslendingar væru hirðstjórar.
Í Áshildarmýrarsamþykkt frá 1496 birtist skýrt að ráðamenn í
Árnes þingi litu á bændur innan sýslunnar sem sérstakan, afmark -
aðan hóp með sameiginleg hagsmunamál. En hvort slíkar hug-
myndir voru skýrar við Breiðafjörð í tíð Eggerts er óvíst, líklegt að
íbúar á Skarðsströnd hafi litið á sig sem Breiðfirðinga frekar en
Dalamenn, hvað þá menn Dalasýslu. Konungsvald gat valið að nýta
sér sameiningaröfl, hafa allt Breiðafjarðarsvæðið eina stjórnsýslu-
einingu eða leyfa sundrungu í sýslur, og valdi síðari kostinn. Hann
ódrjúgshálsar og sæbrautir 125
92 Skarðsárannáll, Annálar 1400–1800 I (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag
1922–1927), bls. 205; Vatnsfjarðarannáll yngri, Annálar 1400–1800 III (Reykja -
vík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1933–1938), bls. 100.
93 Fitjaannáll, Annálar 1400–1800 II (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag
1927–1932), bls. 390; Lúðvík Kristjánsson, Íslenzkir sjávarhættir III (Reykjavík:
Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1983), bls. 87–88. Farmaskip úr eyjunum tapaðist
1640, sbr. Fitjaannál, bls. 137.
94 Lúðvík Kristjánsson, Íslenzkir sjávarhættir II (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningar -
sjóðs 1982 ), bls. 89–91 og 297–298.
95 Björn Þorsteinsson, Íslenzka skattlandið (Reykjavík: Heimskringla 1956), bls. 67.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 125