Saga - 2013, Síða 132
á að fornleifafræðingar væru beinlínis við rannsóknir sínar „tjóðr -
aðir við raufarstein íslenskrar sögu“.1 Adolf vísaði þarna í tjóður-
band Ingjaldsfíflsins í Gísla sögu Súrssonar og vildi með kenningu
sinni undirstrika það að fornleifafræðin gæti aldrei orðið sjálfstæð
hérlendis. Ástæðan væri sú að fornleifafræðilegar heimildir væru
alltaf bundnar vitnisburði hinnar rituðu sögu.2 Bjarni taldi á hinn
bóginn að ritaðar heimildir kynnu beinlínis að vera heftandi við
rannsóknir, að þær gætu litað um of hugmyndir fornleifafræðinga
um viðfangsefni sitt. Máli sínu til stuðnings benti hann á fjölmörg
dæmi um rannsóknir þar sem fornleifar voru álitnar hafa sannað til-
vist ákveðinna persóna eða viðburða úr Íslendingasögunum.
Í raun og veru hafði Adolf gert hið sama en á allt öðrum for-
sendum, því hann hvatti fornleifafræðinga til þess að hætta að þykj-
ast vera að skera á tjóðurbandið og láta frekar reyna á trúverðug-
leika ritaðra heimilda með hjálp þeirra fornleifafræðilegu. Bjarni
vildi aftur á móti meina að fornleifafræðingar hefðu ekki síst átt rík-
an þátt í að gefa Íslendingasögunum vægi sem sögulegum heimild-
um með sífelldri leit að sönnunargögnum um atburði í þeim. Um
leið lagði hann áherslu á að það væri ekki hlutverk fornleifafræð-
innar að sanna eða afsanna eitt eða neitt, heldur ætti hún að vera og
gæti verið sjálfstæð fræðigrein, og undirstrikaði „…að fornleifa-
fræðin fengist við áþreifanlega hluti úr fortíðinni og drægi af þeim
ályktanir um hlutskipti mannsins“.3 Hann bætti við að ritaður texti
gæti eigi að síður, undir vissum kringumstæðum, nýst við slíka
vinnu og að sagnfræðin og fornleifafræðin ættu þannig að geta
gengið saman hönd í hönd.4
Áratug síðar kvaddi Adolf sér aftur hljóðs í inngangsorðum
greinar eftir Martin Carver, prófessor í fornleifafræði við Háskólann
í York, sem birt var í íslenskri þýðingu í Ritinu árið 2004. Í grein
sinni „Tveir hjartans vinir“ heldur Carver því fram að munurinn á
fornleifum og rituðum heimildum væri ýkt, ef ekki tilbúið vanda-
mál.5 Adolf tók undir þetta og undirstrikaði jafnframt að hvor
heimilda flokkurinn fyrir sig sé háður túlkuninni sem í þeim eru
steinunn kristjánsdóttir130
1 Adolf Friðriksson, „Sannfræði íslenskra fornleifa“, Skírnir, 168. árg. (1994), bls.
376.
2 Sama heimild, bls. 375.
3 Bjarni F. Einarsson, „Íslenskar fornleifar“, Skírnir, 168. árg. (1994), bls. 377.
4 Sama heimild, bls. 389.
5 Martin Carver, „Tveir hjartans vinir. Fornleifafræði og textar“, Ritið 2 (2004), bls.
218–257.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 130