Saga - 2013, Qupperneq 133
fólgnir, að bæði fornleifar og ritheimildir séu miðlar um fortíðina og
engu breyti hvort þeir séu „nöguð bein, eldstæði, kuml, hetjukvæði
eða máldagi“.6 Svo einfalt væri það nú.
Ekkert í þessum orðum Adolfs sneri þó beinlínis að hinum eigin -
lega kjarna deilunnar, sem birtist svo skýrt í tjóðurkenningu hans og
snertir hlutverk og stöðu fornleifafræðinnar sem sjálfstæðrar fræði -
greinar. Ef til vill endurspeglar það að vissu marki ríkjandi viðhorf til
greinarinnar, ekki síst ef horft er til þeirrar staðreyndar að fornleifa-
fræðin var staðsett innan sagnfræðiskorar þegar kennsla hófst í
greininni við Háskóla Íslands árið 2002. Við þau tímamót lét pró-
fessor í sagnfræði þau orð falla að sagnfræðingar væru best fallnir
til þess að meta hæfni fornleifafræðinga, því eitt meginhlutverk
þeirra væri að framreiða rannsóknaniðurstöður til samanburðar og
ögrunar við niðurstöður sagnfræðinga af ritheimildum.7
Raunar má segja að oft hafi verið gengið mun lengra í þessari
afstöðu til fræðigreinarinnar því í skrifum sagnfræðinga má finna
dæmi um að fornleifar séu hreinlega álitnar ómarktækar ef engar
ritheimildir styðja það sem þær leiða í ljós. Sem dæmi má nefna BA-
ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 2010, þar sem spurt er
hvort spítalahald kunni að hafa verið á Skriðuklaustri. Þar er bent á
þau margvíslegu gögn, s.s. lækningaáhöld, frjókorn af þekktum
lækningajurtum, lyfjaglös og bein fjölda sjúklinga, sem fundust við
fornleifauppgröftinn á rústum klaustursins og hvernig þau geti bent
til þess að starfsemi klaustursins hafi snúist um líkn sjúkra eða að
þar hafi verið rekið vistheimili. Hins vegar er hnykkt á þeirri
staðreynd í niðurstöðum ritgerðarinnar að engar ritaðar heimildir
séu til um lækningastarfsemi á Skriðuklaustri og bent á að ætíð
þurfi „...að hafa varann á við túlkun fornleifa. Heimildir eru um fáa
munka á klausturtímanum og erfitt er að styðjast eingöngu við forn-
leifar“.8 Niðurstöður ritgerðarinnar eru því þær að ekki sé hægt að
halda því fram að í klaustrinu hafi verið stundaðar lækningar að
hætti miðaldafólks vegna skorts á rituðum heimildum um þær.9
lyfjaglas eða lyfseðill? 131
6 Adolf Friðriksson, „Tveir hjartans vinir. Fornleifafræði og textar“, [Inngangsorð
við samnefnda þýðingu á grein eftir Martin Carver], Ritið 2 (2004), bls. 217.
7 Gunnar Karlsson, „Athugasemdir vegna samþykktar sagnfræðiskorar um kenn-
ara í fornleifafræði“, Deildar meiningar 14. júní 2002.
8 Lbs.-Hbs. (Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn). Kristel Björk Þórisdóttir,
Klaustur á Íslandi. Sjúkrahús eða vistheimili á miðöldum. BA-ritgerð í sagn -
fræði frá Háskóla Íslands 2010, bls. 28.
9 Sama heimild, bls. 7.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 131