Saga - 2013, Side 136
rituðum heimildum um umsvif reglubræðranna á Skriðuklaustri,
t.d. vegna vígslu kirkju og kirkjugarðs, viðskipta með jarðir, breyt-
inga á yfirstjórn í klaustrinu, kennslu eða agabrota innan þess.
Samskonar ritheimildir eru varðveittar frá öðrum miðaldaklaustr-
um hérlendis. Af þessu hefur verið dregin sú ályktun að starfsemi
íslenskra klaustra hafi verið frábrugðin þeirri sem þekktist í klaustr-
um utan Íslands, þau hafi verið fámennar miðstöðvar mennta og
bókagerðar frekar en umbótastofnanir sem höfðu það að markmiði
að stuðla að bættu líferni manna á jörðu. Það var og er hið eiginlega
hlutverk klaustranna, og sú mynd sem varðveitt er í rituðum heim-
ildum af Skriðuklaustri birtir fyrst og fremst hina opinberu sögu
þess, en fornleifarnar varðveittu hversdagslífið, hið daglega líf í
klaustrinu sem snerist fyrst og fremst um að sinna sjúkum og annað
sem slíku starfi tilheyrir. Þessa sögu klaustursins hafa margir
fræðimenn átt erfitt með að viðurkenna.15
Hin opinbera saga hefur vissulega úthýst fleiri subaltern en forn-
leifunum, til dæmis konum og öðrum minnihlutahópum sem vegna
kynferðis, uppruna eða jafnvel sjúkleika er erfitt að finna stað í
gangverki þjóðarsögunnar. Sífellt er reynt að þröngva konum inn í
staðlaðar kvenímyndir sem oft eiga sér litla stoð í heimildum.16
Hin opinbera þjóðarsaga
Áratugalöng deila um vægi fornleifa við sögulegar rannsóknir er
af sama meiði. Kjarni hennar er hugmyndin um hina opinberu
þjóðar sögu sem fræðimenn hafa um lengi fengist við að sanna eða
afsanna með rannsóknum. Þjóðarsagan er úrval skráðra minninga
um bakgrunn Íslendinga en einkum þó þeirra sem endurspegla
glæsta fortíð þjóðarinnar og það sem þykir eftirsóknarvert að
minnast. Hún er óskasaga hennar, rótin að sjálfsmynd okkar sem
Íslendinga, en um leið grunnurinn að þeirri söguskoðun er sagn -
fræðing um jafnt sem fornleifafræðingum reynist erfitt að brjótast
undan.
Mótun þjóðarsögu Íslendinga má rekja til myndunar þjóðríkis-
ins Íslands um aldamótin 1900 eða þar um bil, fyrir hina löngu veg-
ferð sjálfstæðisbaráttunnar, eins og Guðmundur Hálfdanarson pró-
steinunn kristjánsdóttir134
15 Nærtækast er að benda á Kristel Björk Þórisdóttir, Klaustur á Íslandi.
16 Sjá t.d. Sigrún Pálsdóttir, „Hreyfimynd með hljóði frá 19. öld eftir Þóru
Pétursdóttur“, Saga L:2 (2012), bls. 113–128.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 134