Saga - 2013, Blaðsíða 139
upprunalegt gildi. Sögurnar voru öðru fremur formúlukennd minni
um hetjur sem aldrei voru til. Hermann Pálsson gekk síðan enn
lengra þegar hann benti á að Íslendingasögurnar væru ekki heimild
um annað en staðhætti og hugsanlega viðhorf.
Íslendingasögurnar eru þannig almennt álitnar hafa bókmennta -
fræðilegt gildi, einnig mannfræðilegt, rétt eins og glæpasögur Arn -
aldar Indriðasonar nú á dögum, fremur en að vera heimildir um
raunverulega atburði í sögunni sem hægt sé að sanna með forn-
leifarannsóknum.25 Sögur Arnaldar gerast raunar í samtíma sínum
en það gera Íslendingasögurnar ekki. Í fornleifafræðilegu tilliti
skiptir litlu máli hvort atburðarás þeirra er sönn eða ekki og enn
síður ber að líta svo á að það sé hlutverk fornleifafræðinnar að sanna
þær eða afsanna. Sjónvarpsþættirnir Ferðalok skýra aftur á móti af
hverju Íslendingasögurnar hafa orðið að bitbeini í deilu fornleifa-
fræðinga um þjóðarsöguna. Þeir ýta undir þá viðteknu skoðun að
fornleifafræðileg viðfangsefni snúist svo til eingöngu um að stað -
festa sögu þjóðarinnar á víkingaöld — tímabilinu þar sem aðeins
fornleifarnar geta bætt götótt net ritheimildanna.
Áhrif Íslendingasagnanna á ímynd og sögu landsins eru því
ótví ræð, ekki síst vegna endurtekinna tilhneiginga fornleifafræðinga
til að kanna heimildargildi þeirra. Það er ekki erfitt að finna brotnu
sverði stað í viðburðarás margra þeirra eða tengja fúið band við
tjóður Ingjaldsfíflsins, ef vilji er fyrir hendi. Það kann svo sem að
vera að áðurnefndir sjónvarpsþættir séu einfaldlega spaug eða að
vísun þeirra til meintra hetjudáða víkinga geri þá söluvænni en ella,
ekki síst á erlendum markaði.
Á bak við texta og hluti
Það er vissulega mikið til í því, sem bent hefur verið á, að vísinda-
leg fræði sundri frekar þjóðum en sameini þær, því hlutverk þeirra
er að draga öll minningarbrot fortíðarinnar fram í dagsljósið, þau
góðu jafnt sem þau slæmu.26 Margslunginn hversdagurinn og það
sem skyggir á vegferð okkar sem þjóðar hentar ekki hinni opinberu
þjóðarsögu, en hann leynist eins og áður getur í fornleifunum. Og
enda þótt segja megi að mýtan um Ísland sem Sögulandið eigi sér
lyfjaglas eða lyfseðill? 137
25 Sjá t.d. Knud Helle, „Hvor står den historiske sagakritikken i dag?“, Collegium
Medievale 24 (2011), bls. 50–86.
26 Sjá Maurice Halbwacks, On Collective Memory/Maurice Halbwacks.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 137