Saga - 2013, Side 140
dýpri rætur en víða þekkist, fer því hins vegar fjarri að umræðan
um hlutverk fornleifa og ritheimilda í mótun sögulegra minninga
eigi við um Ísland eingöngu.
Fyrstu eiginlegu tímamótin í þróun sögulegrar fornleifafræði í
nágrannalöndum Íslands urðu árið 1997, með útgáfu bókarinnar
Mellan ting och text eftir Anders Andrén sem þá var lektor í sögu-
legri fornleifafræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Bókin kom út á
ensku ári síðar og vakti mikla athygli. Til hennar er enn vitnað sem
grunnrits um hlutverk og þróun sögulegrar fornleifafræði. Í bókinni
bendir Andrén meðal annars á að mikilvægt sé að rannsaka efnis-
legar leifar, fornleifar, frá tímum þegar nóg er til af rituðum heim-
ildum, því þær auðgi og dýpki sögulega þekkingu ekki síður en
sagnfræðin og aðrar húmanískar og félagslegar fræðigreinar. Það
gera þær hver með sínum aðferðum en allar með hjálp fræði manns -
ins.27
Bók Andrén, ásamt öðrum skrifum af sama toga, var raunar af -
rakstur breyttra viðhorfa innan fræða og lista. Ekki aðeins var farið
að líta á fornleifar sem efnismenningu, þ.e. áþreifanlegan vitnisburð
um liðna tíð, heldur um leið að þær væru engu ómerkilegri minn-
ingarbrot úr fortíðinni en þau sem varðveitt væru í texta. Á sama
hátt kallaði Gavin Lucas, prófessor í fornleifafræði við Há skóla
Íslands, beinlínis eftir því í grein árið 2004 að hérlendis yrði ríkari
áhersla lögð á rannsóknir á fornminjum frá síðustu öldum en frá
víkingaöld eða miðöldum.28 Það taldi hann ekki eingöngu þjóna
þeim tilgangi að auðga og dýpka þekkingu okkar á þessum tíma,
heldur væri það einnig til þess fallið að efla skilning á því um hvað
fornleifafræði snýst. Gavin hefur sjálfur unnið að fornleifarann-
sóknum á þéttbýliskjarna þeim er myndaðist í Viðey í upphafi 20.
aldar með það að markmiði að greina eðli markaðshyggjunnar sem
þá var að ryðja sér til rúms hérlendis. Við rannsókn sína hefur hann
steinunn kristjánsdóttir138
27 Anders Andrén, Mellan ting och text (Stokkhólmur: Brutus Östlings 1997). Sjá
einnig Bjørnar Olsen, Fra ting til tekst. Teoretiske perspektiv i arkeologisk forskning
(Ósló: Universitetsforlaget 1997), og Ian Morris, Archaeology as Cultural History.
Words and Things in Iron Age Greece (Oxford: Blackwell 2000).
28 Gavin Lucas, „Íslensk fornleifafræði í norður-evrópsku samhengi“, Ritið 2
(2004), bls. 11–27. Sjá einnig Gavin Lucas og Victor Buchli, „Children, Gender
and Material Culture of Domestic Abandonment in Late Twentieth Century“,
Children and Material Culture. Ritstj. Joanna Sofaer Derevenski (London og New
York: Routledge 2000), bls. 131–138 og Gavin Lucas, Under standing the Archaeo -
logical Record (Cambridge: Cambridge University Press 2012).
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 138