Saga - 2013, Qupperneq 141
nýtt þær efnislegu leifar sem finna má í þessum tiltekna þéttbýlis-
kjarna, sem fór í eyði árið 1943.29
Fleiri dæmi má nefna. Ágústa Edwald lauk nýverið doktorsprófi
í fornleifafræði en verkefni hennar byggðist á fornleifarannsókn á
Vesturferðum Íslendinga fyrir og eftir aldamótin 1900. Gróf hún
upp tvö bæjarstæði, eitt í Kanada og annað á Íslandi, með hug-
myndir um nývæðingu og þjóðerni að leiðarljósi.30 Gísli Pálsson
doktorsnemi hefur skoðað afleiðingar íslenska efnahagshrunsins
árið 2008 og beitt til þess aðferðum fornleifafræðinnar.31 Þá vinnur
meistaranemi í fornleifafræði við Háskóla Íslands að verkefni sem
lýtur að efnislegum leifum frá kvennabaráttunni hérlendis um miðja
síðustu öld en í þeim kann að leynast önnur saga en sú skráða
geymir ein og sér. Loks er rétt að nefna áðurnefnda Þóru Péturs -
dóttur, er vinnur sem stendur að doktorsverkefni byggðu á forn-
leifarannsókn á síldarverksmiðju í Ingólfsfirði á Ströndum,32 verk -
smiðjunni á Eyri. Hún tilheyrir sögu síldarævintýrisins svokallaða
hérlendis á 20. öld. Markmiðið með þeirri fornleifarannsókn er
hvorki að afsanna eða sanna það sem stendur í hinni opinberu sögu
síldarævintýrisins né að kanna áreiðanleika heimilda um stofnun
verksmiðjunnar, heldur að skoða efnislegar leifar hennar sem vís-
bendingu um nývæðingu þjóðarinnar á 20. öld og leið hennar til
sjálfstæðis frá dönsku krúnunni, auk annars.
Þá eru vitaskuld í vinnslu fornleifarannsóknir á öðrum tíma-
skeiðum og þáttum mannlífs á Íslandi, eins og til dæmis um dýra-
fórnir og viðhorf til dauðans á víkingaöld, birtingarmyndir kyn-
gervis í trúarlegu og veraldlegu samhengi á miðöldum, nýtingu
skógar við landnám og áhrif öskufalls á heilsufar manna og dýra á
sögulegum tíma. Við allar þessar rannsóknir er stuðst við minn -
ingar brot af vettvangi — í formi fornleifa og texta — og byggt á
þeirri kenningu að allar athafnir manneskjunnar skilji eftir sig merk-
lyfjaglas eða lyfseðill? 139
29 Gavin Lucas og Elín Hreiðarsdóttir, „The Archaeology of Capitalism in
Iceland. The View From Viðey“, International Journal of Historical Archaeology
16 (2012), bls. 604–621.
30 Ágústa Edwald, „Fishing For Modernity: How Material Relationships Can
Mediate Tensions In An Immigrant Society“, International Journal of Historical
Archaeology 16 (2012), bls. 529–546.
31 Gísli Pálsson, „These Are Not Old Ruins: A Heritage of the Hrun“, Inter national
Journal of Historical Archaeology 16 (2012), bls. 559–576.
32 Þóra Pétursdóttir,, „Small Things Forgotten Now Included, or What Else Do
Things Deserve?“
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 139