Saga


Saga - 2013, Page 142

Saga - 2013, Page 142
ingarbærar, efnislegar leifar sem viðhalda sífellt viðhorfi og lífsmáta hennar. Þessi dæmi sýna jafnframt að fornleifarannsóknir miða ekki endilega að því að taka einn heimildaflokk fram yfir annan — hinn efnislega eða ritaða — né að staðfesta eitt eða neitt, heldur grund- vallast þær á þeirri nálgun að hvert þessara viðfangsefna og heim- ilda búi yfir fleiri sögum en þeim sem hafa verið færðar í letur eða tilheyra hinni opinberu sögu, sögum sem geta líka dýpkað og auðgað sögulega þekkingu. Þetta þekkja raunar eflaust líka þeir sagnfræðingar sem vinna með heimildir um hversdaginn eða það sem er á jaðrinum. Fornleifarannsóknir nú á dögum miðast sumsé ekki síður við þau tímaskeið sögunnar sem yfirdrifið nóg er til af ritheimildum um, og þær ganga ekki endilega út á að sanna það sem í heimildun- um stendur. Um leið hefur hugmyndinni um skiptingu fræðigrein- arinnar í forsögulega og sögulega fornleifafræði verið ýtt til hliðar, því aðferðir og hlutverk fornleifafræðinnar er alltaf það sama: að greina og skilja hlutskipti manneskjunnar með aðstoð allra þeirra leifa sem hún skilur eftir sig. Niðurlag Fornleifar eru áþreifanlegur vitnisburður um liðna tíð og engu ómerkilegri minningarbrot úr fortíðinni en þau sem varðveitt eru í texta. Varast ber þess vegna að stilla þeim upp gagnvart rituðum heimildum. Þetta eru ekki tveir pólar. Annar heimildaflokkurinn er ekki áreiðanlegri en hinn, enda þarf að túlka þá báða, lesa sem texta og setja í samhengi við viðfangsefnið. Vissulega styðja fornleifar oft við það sem fram kemur í rituðu máli en oftar en ekki veita þær öðru fremur innsýn í annan veruleika en skráðu heimildirnar búa yfir. Í fornleifunum koma þannig oft í ljós aðrar „sögur“ en birtar eru í hinni skráðu sögu, því félagslegur veruleiki er jú örugglega fjölbreyttari en sá sem færður er í letur. Þetta eru oftar en ekki sög- urnar sem enginn kærir sig um að muna. Hlutverk fornleifafræð- inga er þess vegna að rjúfa þá þögn sem manngerðar leifar búa yfir, umbreyta þeim í sögur og greina hlutverk þeirra og tilvist. Þær breyttu áherslur sem ruddu sér rúms á síðasta áratug 20. aldar innan fornleifafræði, samfara nýjum kennilegum áherslum innan fræða almennt, skiluðu sér þrátt fyrir allt til Íslands og hafa augljóslega átt þátt í jákvæðri þróun greinarinnar hérlendis síðasta áratug eða svo. Ákallinu um fræðilegri túlkun á fortíðinni, sem steinunn kristjánsdóttir140 Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 140
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.