Saga - 2013, Page 142
ingarbærar, efnislegar leifar sem viðhalda sífellt viðhorfi og lífsmáta
hennar. Þessi dæmi sýna jafnframt að fornleifarannsóknir miða ekki
endilega að því að taka einn heimildaflokk fram yfir annan — hinn
efnislega eða ritaða — né að staðfesta eitt eða neitt, heldur grund-
vallast þær á þeirri nálgun að hvert þessara viðfangsefna og heim-
ilda búi yfir fleiri sögum en þeim sem hafa verið færðar í letur eða
tilheyra hinni opinberu sögu, sögum sem geta líka dýpkað og
auðgað sögulega þekkingu. Þetta þekkja raunar eflaust líka þeir
sagnfræðingar sem vinna með heimildir um hversdaginn eða það
sem er á jaðrinum.
Fornleifarannsóknir nú á dögum miðast sumsé ekki síður við
þau tímaskeið sögunnar sem yfirdrifið nóg er til af ritheimildum
um, og þær ganga ekki endilega út á að sanna það sem í heimildun-
um stendur. Um leið hefur hugmyndinni um skiptingu fræðigrein-
arinnar í forsögulega og sögulega fornleifafræði verið ýtt til hliðar,
því aðferðir og hlutverk fornleifafræðinnar er alltaf það sama: að
greina og skilja hlutskipti manneskjunnar með aðstoð allra þeirra
leifa sem hún skilur eftir sig.
Niðurlag
Fornleifar eru áþreifanlegur vitnisburður um liðna tíð og engu
ómerkilegri minningarbrot úr fortíðinni en þau sem varðveitt eru í
texta. Varast ber þess vegna að stilla þeim upp gagnvart rituðum
heimildum. Þetta eru ekki tveir pólar. Annar heimildaflokkurinn er
ekki áreiðanlegri en hinn, enda þarf að túlka þá báða, lesa sem texta
og setja í samhengi við viðfangsefnið. Vissulega styðja fornleifar oft
við það sem fram kemur í rituðu máli en oftar en ekki veita þær
öðru fremur innsýn í annan veruleika en skráðu heimildirnar búa
yfir. Í fornleifunum koma þannig oft í ljós aðrar „sögur“ en birtar
eru í hinni skráðu sögu, því félagslegur veruleiki er jú örugglega
fjölbreyttari en sá sem færður er í letur. Þetta eru oftar en ekki sög-
urnar sem enginn kærir sig um að muna. Hlutverk fornleifafræð-
inga er þess vegna að rjúfa þá þögn sem manngerðar leifar búa yfir,
umbreyta þeim í sögur og greina hlutverk þeirra og tilvist.
Þær breyttu áherslur sem ruddu sér rúms á síðasta áratug 20.
aldar innan fornleifafræði, samfara nýjum kennilegum áherslum
innan fræða almennt, skiluðu sér þrátt fyrir allt til Íslands og hafa
augljóslega átt þátt í jákvæðri þróun greinarinnar hérlendis síðasta
áratug eða svo. Ákallinu um fræðilegri túlkun á fortíðinni, sem
steinunn kristjánsdóttir140
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 140