Saga - 2013, Page 144
Saga LI:1 (2013), bls. 142–157.
loftur guttormsson
Tómas Sæmundsson
og Jón Sigurðsson í orði og verki:
Fornbréfaútgáfa og Íslandssaga á 19. öld
Varlega er það fortakandi að ættjarðarástin glæðist við það að hugleiða
fornöldina sína1
Það er alkunna að náin tengsl eru milli þjóðarsögu, þjóðarímyndar
og þjóðernisvitundar. Með tilkomu þjóðarsögu verður fortíðin
nokkurs konar skuggsjá sem einstaklingar og hópar fara að spegla
sig í; um leið má búast við að þjóðerniskennd og þjóðernisvitund
manna skýrist og skerpist.2 Þessi tengsl ásannast þegar grafist er
fyrir um sögulegar rætur þjóðernisvakningar og -vitundar í Evrópu
á 19. öld, þ. á m. á Íslandi. Liður í þessari vakningu undir merki
róm an tíkurinnar var könnun og útgáfa sögulegra heimilda, einkum
fornbréfa um hin eldri söguskeið. Í kjölfarið fylgdi einatt samning
yfirlitsrita um sögu einstakra þjóða eða ríkja. Segja má að í þessu
samhengi hafi sagnfræði í nútímaskilningi orðið til.3 Hér má taka til
dæmis Noreg þar sem frumherjar hins norska söguskóla, P.A.
Munch (1810–1863) og R. Keyser (1803–1864), gáfu út í sameiningu
Norges gamle Love (1846–1849) og síðan hvor fyrir sig yfirlitsrit í
Noregs sögu.4
1 [Tómas Sæmundsson] „Fjölnir“, Fjölnir 4 (1838), bls. 17 (Íslenski flokkurinn).
2 Guðmundur Hálfdanarson, „Sagan og sjálfsmynd(ir) íslenskrar þjóðar“, Glíman
7 (2010), bls. 113–135 (hér einkum bls. 120–122); History Education and the
Construction of National Identities. Ritstj. M. Carretero, M. Rodriguez-Moneo, M.
Asensio (Charlotte, NC: Information Age Pub. 2012); The Uses of the Middle Ages
in Modern European States: History, Nationhood and the Search for Origins. Ritstj.
R.J.W. Evans og G. P. Marchal (New York: Palgrave Macmillan 2011).
3 Georg G. Iggers og Q. Edward Wang, A Global History of Modern Historiography
(Harlow: Pearson/Longman 2008), bls. 69–75.
4 Peter A. Munch, Det norske folks historie. 8 b. (Christiana: Chr. Tønsbergs Forlag
1852–1863); Rudolf Keyser, Norges historie. 2 b. (Kristiania: Malling 1867). Jón
Sigurðsson fylgdist grannt með rannsóknum og söguritun Norðmannanna, sjá
Már Jónsson, „Gamli sáttmáli 1862“, Varði reistur Guðvarði Má Gunnlaugssyni
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 142