Saga - 2013, Page 146
í mörgum Evrópulöndum að sögulegum heimildaútgáfum og
„þjóð legri“ sagnritun.
Heimildaútgáfa og sagnritun
Í yfirlitsriti sínu um íslenska sagnfræði bendir Ingi Sigurðsson á að
tímabilið fram um 1890 einkennist einkum af því að þá er gert geysi-
mikið átak í heimildaútgáfu eins og gerðist í ýmsum nálægum lönd-
um. Í þessu samhengi vísar Ingi m.a. til áhrifa þjóðernishyggju í
bland við rómantík og frjálslyndisstefnu. Hann bætir við: „En gagn-
stætt því, sem þar gerðist, unnu Íslendingar ekki stórvirki í eigin-
legri ritun sögu sinnar; ekki kemur fram neitt einstakt rit sem mótar
viðhorf þjóðarinnar til sögunnar.“9
Það verk sem mest áhrif hafði á heimildaútgáfu í Evrópu á 19.
öld var tvímælalaust Monumenta Germaniae Historica — safn heim-
ilda um þýska sögu — sem hafið var að gefa út upp úr 1820. Útgáf-
una má einkum rekja til þjóðernisvakningar sem varð í þýsku ríkj-
unum í Napóleonsstyrjöldunum enda voru einkunnarorð hennar:
Sanctus amor patriae dat animum — Heilög ættjarðarást vekur and-
ann. Eink unnar orðin endurspegla tengsl rómantíkur og fræðilegrar
sagnfræði á þessu tímaskeiði.10 Rómantíkinni fylgdi vaxandi áhugi
á hinu þjóðlega og uppruna þjóða og þess vegna lutu hinar miklu
heimildaútgáfur 19. aldar langmest að miðöldum.11
Þessi tíðarandi birtist ljóslega í 4. árgangi Fjölnis 1838 sem ætla
má að Tómas Sæmundsson hafi samið:
[Í Napóleonsstyrjöldunum mátti] bezt sjá, hvurju ættjarðarástin fær til
leiðar komið. … Menn tóku að gjefa meiri gjætur að því er landi þeirra
eður þjóð var vel gjefið, og öllu því, er hún hafði til að bera fábreitið
eður einkjennilegt. Þá var auk annars farið að taka eptir því, hvílíkan
fjársjóð ættjarðarástin á þar sem eru umliðnu tímarnir. Bók náms -
mennirnir tóku sig nú til, að safna sem vandlegast öllum menjum
loftur guttormsson144
9 Ingi Sigurðsson, Íslenzk sagnfræði frá miðri 19. öld til miðrar 20. aldar. Ritsafn
Sagnfræðistofnunar 15 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1986),
bls. 20.
10 Sjá Michael Böss, „Romantikken og den nationale idé“, Romantikkens verden.
Natur, mennesker, samfund, kunst og kultur. Ritstj. O. Høiris og Th. Ledel (Århus:
Århus Universitetsforlag 2008), bls. 285–302.
11 Ingi Sigurðsson, Íslenzk sagnfræði, bls. 54–55.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 144