Saga - 2013, Side 147
hinna fornu tímanna og varðveita þær eins og þjóðdírindi. Skáld og
sagnafræðingar gáfu sig að öllum þeim sögum og munnmælum, sem
loðað hafa við hjá alþíðu öld eptir öld, og borizt mann frá manni …12
Norðurlandaþjóðir fylgdu fljótlega hinu þýska fordæmi. Útgáfa
sænska fornbréfasafnsins, Svensk diplomatarium, hófst 1829 og hins
norska, Diplomatarium Norvegicum, árið 1847. Danir réðust ekki í
útgáfu eiginlegs fornbréfasafns fyrr en á 20. öld, en seint á 18. öld hóf
Jacob Langebek (1710–1775) leyndarskjalavörður útgáfu á Scrip tores
rerum Danicarum medii aevi, miðaldaheimildum um sögu Dana, sem
lauk ekki fyrr en á fjórða áratug 19. aldar. Jóni Sigurðssyni, ásamt
tveimur dönskum fræðimönnum, var falið að gera registur yfir þetta
mikla rit. Að þessu verkefni var unnið 1864–186913, eða á sama tíma
og Jón forseti vann að útgáfu íslenskra fornbréfa (sjá hér aftar).
Íslensk fornbréfaútgáfa á dagskrá
Flest bendir til þess að hugmyndin að útgáfu íslensks fornbréfasafns
hafi fæðst um mjög svipað leyti hjá Jóni Sigurðssyni og Tómasi
Sæmundssyni. Verður hér fyrst vikið að þætti Tómasar.
Tómas Sæmundsson fæddist 1807 og var því fjórum árum eldri
en Jón Sigurðsson. Hann nam guðfræði við Hafnarháskóla 1828–
1832; hafði því lokið háskólanámi þegar Jón Sigurðsson hóf nám við
sama skóla haustið 1833. Að hætti ýmissa vel stæðra háskólastúd-
enta fór Tómas að námi loknu í eins konar menningarreisu árin
1832–1834 um nokkur helstu lönd álfunnar — Prússland og ýmis
lönd í ríki Habsborgara, Ítalíu, Grikkland, Frakkland o.fl. Megin -
tilgangur Tómasar með ferðinni var að afla sér þeirrar veraldar -
þekkingar sem hann taldi nauðsynlega og sig vanhagaði um,14 ekki
síst til að geta borið ástand og siði Íslendinga saman við „ástand og
siðu hinna frægustu þjóða og vísustu …“.15 Á þessu ferðalagi lagði
Tómas drög að ferðabók sem birtist fyrst á prenti meira en hundrað
tómas sæmundsson og jón sigurðsson … 145
12 [Tómas Sæmundsson], „Fjölnir“, Fjölnir 4 (1838), bls. 11–12 (Íslenski flokkur-
inn).
13 Afraksturinn var Regesta danica I–III. Að þessu verkefni víkur Páll Eggert
Ólason, Jón Sigurðsson V (Reykjavík: Hið íslenzka þjóðvinafélag 1929), bls.
306.
14 Bréf Tómasar Sæmundssonar. Jón Helgason bjó undir prentun (Reykja vík:
Sigurður Kristjánsson 1907), bls. 98–99.
15 [Jónas Hallgrímsson], „Tómas Sæmunzson“, Fjölnir 6 (1843), bls. 4.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 145