Saga - 2013, Blaðsíða 148
árum síðar í útgáfu Jakobs Benediktssonar.16 Af formála höfundar
er ljóst að Tómas stefndi að því að gefa handritið út; hann vænti
þess að landsmenn kæmust „til réttari þekkingar á veröldinni […]“
17og gætu lært margt af því sem hann hafði kynnst á ferðalaginu.
Tómasi gafst ekki tækifæri til að kynna landsmönnum frekar slík
hugðarefni, en ljóst er að reynsla hans af þessu ferðalagi hafði mjög
mótandi áhrif á athafnir hans og skrif eftir að hann hafði sest að sem
prestur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð árið 1835.
Í ferðabókinni fjallar Tómas m.a. um ræktarsemi Þjóðverja við
sögulega arfleifð sína, um söfnun fornkvæða og „fólksævintýra“ og
um framtakssemi þeirra, m.a. hvað varðar útgáfu sagnfræðirita.
Jafn framt álítur Tómas vísindalegan áhuga útbreiddari hjá Þjóð -
verjum en öðrum þjóðum.18 Rómantískar hneigðir og dálæti á vís-
indum falla hér í einn farveg hjá Tómasi. Í viðhorfum sínum til sögu
og samtíðar sameinaði hann upplýsingu og rómantík á merkilegan
hátt.19 Báðir þessir hugmyndaþættir voru uppistaða í ráðagerðum
hans um fornbréfaútgáfu og söguritun.
Bréf Tómasar til Konráðs Gíslasonar, skrifað á Breiðabólsstað
sumarið 1840, er merk heimild um ráðagerðir Tómasar um íslenska
fornbréfaútgáfu.
Það vantar að safna öllu því, sem til er frá 14. og 15. öldinni, sem svo
lítið er til um. Ég er að láta afskrifa gamlar bréfa- og dómabækur frá
þeim tímum, sem biskupinn [Steingrímur Jónsson] hefir léð mér, og Jón
gamli Halldórsson [í Hítardal] var búinn að safna áður en eldurinn
loftur guttormsson146
16 Sjá umfjöllun Ólafs Gíslasonar listfræðings um Ferðabók Tómasar, „„Augu mín
opnuðust og eg sá hin fögru löndin“. Grand Tour Tómasar Sæmunds sonar“,
Skírnir 186 (2012), bls. 338–375; Guðmundur Hálfdanarson, „Tómas Sæmunds -
son — trú, sannleikur, föðurland“, Saga XLV:2 (2007), bls. 45–68 (hér bls. 67–68).
17 Ferðabók Tómasar Sæmundssonar. Jakob Benediktsson bjó undir prentun (Reykja -
vík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1947), bls. 6.
18 Sama heimild, bls. 123–128. Sjá enn fremur umfjöllun um „uppsprettur sagna -
fræðinnar“, bls. 351–352.
19 Guðmundur Hálfdanarson, „Tómas Sæmundsson“, bls. 58–59. Um upplýs -
ingar þáttinn í viðhorfum Tómasar fjallar Ingi Sigurðsson, „Viðhorf Tómasar
Sæmundssonar til fræðslumála“, Vefnir. Vefrit 7 (2007), bls. 1–19. Rómantíski
þátturinn í viðhorfum Tómasar kemur skýrt fram í ritgerðinni „Um alþingi“,
sjá Tómas Sæmundsson, Þrjár ritgjörðir (Kaupmannahöfn: Seytján Íslendingar
1841), bls. 73–106. En vel má samsinna því áliti Bergsteins Jónssonar að Tómas
hafi verið „í lausari tengslum við síðrómantíska lífsskoðun samtíðar sinnar en
félagar hans“. (Bergsteinn Jónsson, „Fjölnismenn og þjóðarsagan“, Skírnir 149
(1975), bls. 188–209 (hér bls. 196).)
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 146