Saga - 2013, Page 149
brendi alt fyrir Árna Magnússyni […] Þið Jón Sigurðsson ættuð að leggj ast
á eitt að safna í tómstundum ykkar og undirbúa til prentunar merkileg
skjöl frá þessum árum og einkum gegnumganga og afskrifa það, sem
merk ast er af diplomum á membrana, 1600 að tölu, sem varla er farið að
skoða (sjá Nordisk Tidskrift, bls. 109), og slá svo öllum söfnum okkar
saman og koma á prent við tækifæri, annað getur varla þarfara gerzt
núna.20
Ljóst er af heimildum að þessi fornbréfasöfnun Tómasar tengdist
áformum hans um samningu Íslandssögu. Þremur árum fyrr hafði
Sveinbjörn Egilsson það eftir Tómasi að „hann ætlaði alla sína æfi að
vera að erfiða upp á Ísl.sögu, og verður það víst ágætt verk …“.21
Ekki er ljóst hversu Tómasi hefur um þessar mundir verið kunn-
ugt um skjalarannsóknaáform Jóns Sigurðssonar; þeim lýsti Jón svo
m.a. í bréfi til Sveinbjarnar Egilssonar sumarið 1837:
Annað verkið er að fara að rusla í Diplomer, dönskum (það bætir nú
ekki um) því Vísindafélagið ætlar að gefa út danskt Diplomatarium.
Það væri þó skemmtilegra að fara með þau íslenzku, en jeg held öll
Diplomer séu horfin sem eru í originali, jeg hefi ekkert séð nema á
pappír.22
Þessi orð túlkaði Páll Eggert Ólason svo í ævisögu Jóns Sigurðssonar
að í þeim væri „fólgin frumhugmyndin að birtingu íslenzks forn-
bréfasafns, sem Jón síðar hratt af stað og tók að safna til þegar
nokkr um árum eftir þetta …“.23 Í bréfinu til Sveinbjarnar vísar Páll
Eggert til rannsóknarvinnu sem Jón var að hefja á vegum hins
danska vísindafélags og fólst í efnistöku danskra fornskjala og gerð
registurs yfir þau.24 Í þessu sambandi hefur Jóni orðið hugsað til
tómas sæmundsson og jón sigurðsson … 147
20 Tómas Sæmundsson til Konráðs Gíslasonar, 29. júlí 1840, Bréf Tómasar Sæ -
munds sonar, bls. 272–273.
21 Sveinbjörn Egilsson til Jóns Sigurðssonar, 8. ágúst 1837, Bréf til Jóns Sig urðs -
sonar. Úrval. 1. b. (Reykjavík: Menningarsjóður 1980), bls. 16.
22 Jón Sigurðsson til Sveinbjarnar Egilssonar, 17. júní 1837. Minningarrit aldar -
afmælis Jóns Sigurðssonar 1811–1911, 17. júní. (Bréf Jóns Sigurðssonar. Úrval.) Jón
Jensson og Þorleifur H. Bjarnason sáu um útgáfuna (Reykjavík: Hið íslenzka
bókmenntafélag 1911), bls. 8. Sjá enn fremur tilvísanir í fleiri bréf Jóns til
Sveinbjarnar hjá Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson 1 (Reykjavík: Hið íslenzka
þjóðvinafélag 1929), bls. 331.
23 Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson I, bls. 329.
24 Efnisskráin byrjaði að koma út á prenti 1847 undir heitinu Regesta Diplomatica
Historiae Danicae. Index chronologicus. Þetta mun vera það „danska Diplo -
matarium“ sem Jón vísar til í bréfi sínu til Sveinbjarnar.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 147