Saga - 2013, Síða 151
ekki framlengdur. Á móti vó að forsæti Jóns í Hinu íslenzka bók-
menntafélagi gaf honum nokkuð í aðra hönd; og í framhaldi af því
að Reykjavíkurdeild félagsins óskaði eftir styrk úr Árnasjóði til forn-
bréfaútgáfu, árið 1854, fékk Jón dágóðan opinberan styrk (400 ríkis-
dali) til verkefnisins.31 Frá 1855 og allt til 1874 fékk Jón þannig styrk
úr ríkissjóði til að vinna að fornbréfaútgáfunni.32 Fyrsta bindi Ís -
lenzks fornbréfasafns — Diplomatarium Islandicum —kom svo út í fjór-
um heftum árin 1857, 1859, 1862 og 1876. Í aukatitli ritsins kemur
fram að það geymi „bréf og gjörninga, dóma og máldaga, og aðrar
skrár, er snerta Ísland, og íslenzka menn“. Jón gerði hér skýringar
við hvert fornbréf og leitaðist við að prenta öll handrit sem kunn
voru af hverju skjali. Skjölin eru prentuð nokkurn veginn í tímaröð
og „iðulega sett í sögulegt samhengi og rædd í tengslum við aðrar
heimildir“.33 Þykja vinnubrögð Jóns í þessu efni til mikillar fyrir-
myndar. Er efalaust að þeir sem tóku við keflinu af Jóni nutu góðs
af fordæmi hans.34
Með fornbréfaútgáfunni áleit Jón Sigurðsson að traustur grunn-
ur yrði lagður að ritun íslenskrar þjóðarsögu fram yfir siðaskiptin á
16. öld; en fyrsta bindi fornbréfasafnsins, sem náði fram til 1264, var
hið eina sem kom út meðan hann lifði.35 Ljóst er að forgang í heim-
ildaútgáfum Jóns hafði í reynd Lovsamling for Island, enda hvíldi sú
útgáfa á nokkuð traustum fjárhagsgrunni.
Í áður ívitnuðu bréfi til Konráðs Gíslasonar (1840) hafði Tómas
Sæmundsson hvatt til þess að þeir Jón Sigurðsson tækju höndum
saman um fornbréfaútgáfuna. „Þið verðið,“ skrifaði hann, „að draga
báðir einn taum í þessum iðnum. Smaaligheder verða að rýma, þar
sem stórar Idéer eru öðrum þræði.“36 Eins og orðalagið ber með sér
tómas sæmundsson og jón sigurðsson … 149
31 Sjá Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson. Ævisaga. 2. b. (Reykjavík: Mál og menn-
ing 2003), bls. 56; Sverrir Jakobsson, „Um fræðastörf Jóns Sigurðssonar“, bls.
56–57; Lúðvík Kristjánsson, Á slóðum Jóns Sigurðssonar, bls. 191–199.
32 Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson. Ævisaga. 2. b., bls. 119.
33 Sverrir Jakobsson, „Um fræðastörf Jóns Sigurðssonar“, bls. 57.
34 Sjá Einar Laxness, Jón Sigurðsson forseti 1811–1879. Yfirlit um ævi og starf í máli
og myndum (Reykjavík: Sögufélag 1979), bls. 144.
35 Þrjú næstu bindin komu út í Kaupmannahöfn í ritstjórn Jóns Þorkelssonar á
árunum 1893–1898. Að sögn hans hafði Jón Sigurðsson dregið saman mikið
efni, einkum varðandi tímabilið fram til 1300, sjá „Formáli“, Íslenzkt fornbréfa-
safn. 2. b. (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag 1893), bls. III.
36 Tómas Sæmundsson til Konráðs Gíslasonar, 29. júlí 1840, Bréf Tómasar Sæ -
munds sonar, bls. 273.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 149