Saga - 2013, Side 152
var Tómasi vel kunnugt um að þeir Jón og Konráð áttu ekki skap
saman.37 Ekki er kunnugt um að Jón hafi fengið vitneskju um út -
gáfuhugmyndir Tómasar og þar með tilefni til að taka afstöðu til
þeirra. Vel má gera því skóna að Jóni hefði þótt þær svífa í æði lausu
lofti; í samanburði við hann sjálfan hafði Tómas sáralitla reynslu af
handritaútgáfu. En hvað varðar hugmyndir beggja um útgáfu
íslenskra fornbréfa fer ekki á milli mála að þær sverja sig eindregið
í ætt við evrópska meginstrauma á fyrri helmingi 19. aldar.
Sagan sem aldrei var rituð
Nú er ekki sjálfsagt mál að þeir sem gerðust um miðbik 19. aldar —
í orði eða í verki — forgöngumenn íslenskrar fornbréfaútgáfu, hafi
jafnframt sett sér það markmið að semja Íslandssögu; eitt er að safna
og gefa út það hráefni sögulegra rannsókna sem skjöl og aðrar
heimildir eru, annað að vinna úr slíku hráefni og umbreyta því í
sögulega frásögn. Um þá báða, Tómas og Jón forseta, liggur þó ljóst
fyrir að þeir höfðu uppi áform um að rita Íslandssögu fyrir almenn-
ing.
Árið 1840 þóttist Tómas sjá fram á að hann gæti, þegar hann
hefði komið frá sér ferðabókinni, farið „með alvöru“ að fást við
„eina verkið, sem andinn hvetur mig til, Íslands sögu, og sem ég
raunar er alt af að stúdera mig inn í, þegar ég kemst höndunum
undir […]“.38 Vísaði Tómas í þessu sambandi til gagna hjá Stein -
grími biskupi en jafnframt „á turni, [í Árnasafni sem var til húsa í
Sívala turni] og þar þarf ég að vera einn vetur, þegar ég er orðinn
nógu kunnugur því, sem hér er að hafa“.39 Þessi frómu áform fóru
í gröfina með Tómasi 1841 en þá var hann 34 ára.
Velta má því fyrir sér hvort líkindi séu til að söguritunaráform
Tómasar hefðu náð fram að ganga ef honum hefði enst aldur til.
loftur guttormsson150
37 Sjá Þ[órhallur] Bj[arnarson], „Konráð Gíslason“, Skírnir 72 (1908), bls. 100–107.
Jón hafði t.d. óbeit á stafsetningarstefnu Konráðs. Andúð Konráðs á Jóni virðist
hafa ágerst eftir 1850, sjá Aðalgeir Kristjánsson, Síðasti Fjölnismaðurinn. Ævi
Konráðs Gíslasonar (Reykjavík: Skrudda 2003), bls. 149–150.
38 Tómas Sæmundsson til Konráðs Gíslasonar , 29. júlí 1840, Bréf Tómasar Sæ -
munds sonar, bls. 272.
39 Sama heimild, s.st. Tómas hafði verið þrjú ár í heimaskóla hjá Steingrími
Jónssyni, prófasti í Odda, síðar biskupi. Hafa ber hugfast að safn Steingríms
varð uppistaða í Landsskjalasafninu (stofnað 1882), fyrirrennara Þjóðskjala -
safns Íslands.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 150