Saga - 2013, Síða 154
Melsteð, sem hafði eggjað hann til verksins, að ætti Íslandssagan að
„vera stór og fróðleg væri það ekki gaman enn, af því undirbúning
mikinn vantar“.48 En svo vildi til að á árunum 1861–1864 fékk Jón
tilboð frá tveimur aðilum um að semja sögulega Íslandslýsingu og
Íslandssögu. Jón var ekki áhugalausari um efnið en svo að hann tók
báðum þessum tilboðum, svo sem nú skal rifjað stuttlega upp.
Christian C. Rafn, ritari Norræna fornfræðafélagsins, fór þess á
leit við Jón á árunum 1861–1863 að hann tæki að sér að semja á
dönsku sögulega Íslandslýsingu (Islands historiske Beskrivelse) og
Íslandssögu gegn tiltekinni greiðslu. Jón tók tilboðinu og sendi í árs-
lok 1863 uppkast að efnisskrám fyrir bæði ritin.49 Fram kemur að
Jón ætlaði Íslandssögu sinni aðeins að ná fram undir 1400 en Rafn
þrýsti á að hann semdi jafnframt stutt yfirlit fram til 1800. Nú féll
Rafn frá síðla árs 1864 og urðu þá stjórnarskipti í fornfræðafélaginu;
m.a. settist Konráð Gíslason þá í stjórn þess og var honum brátt falið
að inna Jón eftir hvað liði framgangi verksins.50 Þegar komið var
fram á mitt ár 1866 hafði Jón ekki enn staðið skil á handriti eins og
vænst var, þótt hann hefði þegar tekið við hluta af umsömdum
greiðslum fyrir verkið.51 Sjálfur taldi Jón að um vanefndir hefði
verið að ræða af hálfu hinnar nýju stjórnar.52
Samskipti Jóns við fornfræðafélagið flæktust við það að allt frá
1864 stóð hann í samningum, fyrir milligöngu vinar síns, Eiríks
Magnússonar, bókavarðar í Cambridge, við enskan mann og „Ís -
lands vin“, George E. J. Powell, um að hann semdi Íslandssögu á
loftur guttormsson152
48 Jón Sigurðsson til Páls Melsteð yngra, 12. okt. 1860, Minningarrit aldarafmælis
Jóns Sigurðssonar, 1811–1911, bls. 300. Jón bætti við: „En á hverju á eg að lifa á
meðan eg er að semja?“ Sjá enn fremur Lúðvík Kristjánsson, Á slóðum Jóns
Sigurðssonar, bls. 240–241.
49 Lúðvík Kristjánsson, Á slóðum Jóns Sigurðssonar, bls. 270–273, 343; Páll Eggert
Ólason, Jón Sigurðsson IV, bls. 30–32. Hvað Íslandslýsinguna varðar hafði Jón
lengi verið riðinn við slík áform á vegum Bókmenntafélagsins, sjá Páll Vals -
son, Jónas Hallgrímsson. Ævisaga (Reykjavík: Mál og menning 1999), bls. 385–
388.
50 Konráð Gíslason til Jóns Sigurðssonar, 26/12 1865 og 1. júlí 1866, Bréf Konráðs
Gíslasonar. Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar (Reykjavík: Stofnun Árna
Magnússonar 1984), bls. 171, 173–174.
51 Lúðvík Kristjánsson, Af slóðum Jóns Sigurðssonar, bls. 274–275. — Gert hafði
verið ráð fyrir að prentun á Íslandslýsingunni (í örkum) gæti hafist árið
1864.
52 Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson IV, bls. 30–32, 39–40.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 152