Saga - 2013, Side 155
ensku gegn ríflegri þóknun.53 Powell hafði ósvikinn áhuga á ís -
lenskri menningu og þjóðfrelsisbaráttu Jóns Sigurðssonar. Varð
niðurstaðan sú árið 1866 að Powell lét af hendi rakna fyrirfram háa
fjárhæð fyrir verkið (að öllum líkindum allt að 1100 sterlings-
pund);54 upphæðina ávaxtaði Jón síðan með hlutabréfakaupum. En
með þessu hafði hann komið sér í þá óþægilegu stöðu að vera
skuldbundinn tveimur óskyldum aðilum um náskylt verkefni, þ.e.
samningu Íslandssögu.
Engin ástæða er til að ætla að Jón Sigurðsson hafi tekið við fjár-
greiðslum frá styrktaraðilum sínum án þess að hafa ætlað sér að
vinna fyrir þeim. En atvikin höguðu því svo að hann gat ekki staðið
við sinn hlut. Jón var á þessum árum önnum kafinn við ný og göm-
ul útgáfuverkefni, lagasafnið og fornbréfaútgáfuna, auk Nýrra félags-
rita,55 að ekki sé talað um stjórnmálaafskipti hans. Eftirgangsmunir
virðast ekki hafa orðið af hálfu fornfræðafélagsins, en aftur á móti
reyndi Powell svo seint sem árið 1874 að halda skjólstæðingi sínum
við efnið. Í bréfi til Jóns vísaði hann til þess að samkvæmt samningi
hafi „eitt bindi átt að koma út á hverju ári þangað til verkinu lyki í
sex bindum“.56 Að átta árum liðnum hafi hann ekki einu sinni séð
eða heyrt minnst á fyrsta bindið. Jón útskýrði dráttinn í löngu máli
fyrir velgerðarmanni sínum;57 vógu þar þyngst að hans sögn útgáfu -
annir og hinar langvinnu deilur um réttarstöðu Íslands. Kvaðst Jón
annars brátt undir það búinn að fara að semja söguna í heild sinni
enda mætti vænta styrks frá Alþingi, að fengnu fjárforræði þess, til
þess að hann gæti af öllu afli gefið sig að því að rita sögu Íslands og
fengið hana prentaða. Vísaði Jón til álits landa sinna sem teldu hann
„einna færastan um að semja sögu Íslands …“.58 En í reynd tjóaði
tómas sæmundsson og jón sigurðsson … 153
53 Sjá Lúðvík Kristjánsson, Af slóðum Jóns Sigurðssonar, bls. 225–232. Til yfirlits sjá
Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson. Ævisaga 2. b., bls. 305–312.
54 Sjá Lúðvík Kristjánsson, Af slóðum Jóns Sigurðssonar, bls. 233–261 (einkum bls.
260–261).
55 Til viðbótar er skylt að nefna Skýrslur um landshagi á Íslandi, sem Jón átti
frumkvæði að útgáfu á, auk Safns til sögu Íslands og íslenzkra bókmennta sem
hann mótaði mjög og lagði mikið efni til.
56 George Powell til Jóns Sigurðssonar, 27. febr. 1874, í: Lúðvík Kristjánsson, Á
slóðum Jóns Sigurðssonar, bls. 284–285.
57 Uppkast að bréfi (skýrslu) Jóns Sigurðssonar til Sir George E.J. Powell, mars
1874, Bréf Jóns Sigurðssonar. Nýtt safn (Reykjavík: Menningarsjóður 1933), bls.
XXIV–XXVII.
58 Sama heimild, bls. XXVI.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 153