Saga - 2013, Blaðsíða 156
ekki að vísa fram í tímann um framkvæmd verksins: Kraftar Jóns
fóru nú þverrandi og hann átti fá ár ólifuð.59 Tæp um fjórum ára-
tugum á eftir Tómasi fóru Íslandssöguáform Jóns forseta með hon-
um í gröfina.
Velta má því fyrir sér hvers vegna það varð aldrei forgangs-
verkefni hjá Jóni Sigurðssyni að semja Íslandssögu eftir að hann
fékk beina hvöt til þess snemma á sjöunda áratugnum. Hér virðist
tvennt hafa ráðið mestu. Í fyrsta lagi: Tilboðin, sem Jón fékk, komu
bæði erlendis frá og voru því ekki sprottin úr þeim þjóðlega jarðvegi
sem þjóðfrelsisbarátta hans sótti afl sitt í. Í framkvæmd hefði út af
fyrir sig mátt efast um gagnsemi slíkrar sagnritunar á erlendum
tungumálum fyrir hinn þjóðlega málstað — eflingu félagsandans og
þjóðernisvakningu. Allt frá því að Jón hóf baráttu sína hafði hann
byggt hana að miklu leyti á röksemdum sem hann aflaði sér með
sögulegum rannsóknum. Til marks um þetta eru m.a. hinar löngu
ritgerðir hans um skólamálið, verslunarmálið og Alþingi sem hann
birti í Nýjum félagsritum á fimmta áratugnum.60 Ítarlegar sögulegar
rannsóknir liggja þeim öllum til grundvallar. Hér má bæta við
ritsmíðum Jóns á sjötta og sjöunda áratugnum, sem snerust um
stöðu Íslands í danska ríkinu.61 Í öðru lagi: Jón var afar kröfuharður
um að almenn söguritun yrði að byggjast á ítarlegri heimildakönn-
un og -rýni á öllum viðeigandi efnissviðum.62 Hér örlar á þeirri
pósitívísku hugmynd að með nægilega gaumgæfilegri heimilda-
könnun megi semja sagnfræðirit sem standist tímans tönn („ultimate
history“). Hugmyndir af þessum toga kunna að hafa latt Jón að hefj-
ast handa um samningu yfirlitsrits um Íslandssögu.
loftur guttormsson154
59 Um eftirmálin má lesa í Lúðvík Kristjánsson, Á slóðum Jóns Sigurðssonar, bls.
293 o.áfr. Aðeins skal hér tekið fram að Powell gaf Jóni eftir alla skuldina með
eftirfarandi orðum: „hans prúða barátta fyrir landi sínu er mér nægileg kvittun
fyrir fénu“. (Tilvitnun hjá Lúðvík Kristjánsson, Á slóðum Jóns Sigurðssonar, bls.
309.)
60 Til yfirlits sjá Jón Sigurðsson. Hugsjónir og stefnumál. Tveggja alda minning. Ritstj.
Jón Sigurðsson (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2011).
61 Sjá rit Jóns, Om Islands statsretlige Forhold (Kaupmannahöfn: Gyldendal 1855)
og Um fjárhagsmálið og meðferð þess á Alþingi 1865 (Reykjavík: [s.n.] 1867).
62 Sjá t.d. bréf (skýrslu) Jóns Sigurðssonar til Powells, mars 1874, í: Lúðvík
Kristjánsson, Á slóðum Jóns Sigurðssonar, bls. 289–290.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 154