Saga - 2013, Síða 157
Íslandssaga og þjóðleg vakning
Hér að framan hefur verið látið eins og öðrum en Tómasi Sæ munds -
syni og Jóni forseta hafi ekki verið til að dreifa á umræddu tímabili
til að semja Íslandssögu. Slíkt væri ofmælt, a.m.k. ef jafnframt eru
tekin með í reikninginn ágrip til kennslunota. Árið 1864 lýsti Páll
Melsteð sig þannig reiðubúinn að semja slíkt ágrip „ef enginn
verður búinn að því áður og ég lifi …“.63 Páll var löglærður og hafði
alllengi gegnt sýslumannsembætti. Hann var jafnframt áhugasam-
ur um fræðslumál, hafði stundað barnafræðslu á heimili sínu á
Álftanesi,64 og síðan studdi hann konu sína, Þóru Melsteð, til að
stofna og starfrækja Kvennaskólann í Reykjavík. Mannkyns sögu -
ágripi, sem Páll samdi á sínum tíma eftir danskri fyrirmynd, hafði
verið vel tekið65 og nýst bæði almenningi og skólanemendum. En
þegar Páll lýsti áhuga sínum á að semja Ís lands söguágrip var hann
þegar byrjaður að semja yfirlitsrit sín um mannkynssöguna, sem
hann varði flestöllum tómstundum sínum í næstu áratugi.66 Mann -
kynssögubækur Páls voru að hans eigin sögn skrifaðar fyrir alþýðu -
menn;67 þær hlutu góðar viðtökur enda ritaðar á alþýðlegu máli.68
Hvað Íslandssöguágrip varðar má til sanns vegar færa að Þorkell
Bjarnason, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós, hafi tekið ómakið af
Páli með því að gefa út árið 1880, eins og áður segir, Ágrip af sögu
Íslands. Af hálfu höfundar átti það að gefa „unglingum, sem ganga
eiga menntaveginn … lítið sýnishorn af æfiferli þjóðar vorrar“.69
Þetta átti að vera þjóðarsaga, en vegferð hennar túlkaði sóknar-
presturinn miklu fremur í ljósi frjálslyndisstefnu en þjóðernishyggju
enda konungshollur.70 Hin samþjappaða kennslubók Þorkels var
einráð á sínu sviði fram yfir aldamótin 1900 þótt hún þætti lítt við
tómas sæmundsson og jón sigurðsson … 155
63 Tilvitnun hjá Lúðvík Kristjánsson, Á slóðum Jóns Sigurðssonar, bls. 224.
64 Sjá Brjef Páls Melsteð til Jóns Sigurðssonar, bls. 17–19, 38-41.
65 Páll Melsteð, Ágrip af merkis atburdum Mannkyns Søgunnar (Viðey: [Páll
Melsteð] 1844), 336 bls. Sjá Konráð Gíslason til Páls Melsteð, annan páskadag
1844, Bréf Konráðs Gíslasonar, bls. 71.
66 Til yfirlits sjá Jón Þ. Þór, „Sögufróðir frændur“, bls. 119–131 (hér bls. 120–125).
Sjá ennfremur Brjef Páls Melsteð til Jóns Sigurðssonar, bls. 117–121.
67 Páll Melsteð, Norðurlandasaga (Reykjavík 1891), bls. iii–v.
68 Sjá Jón Þ. Þór, „Sögufróðir frændur“, bls. 122–123.
69 Þorkell Bjarnason, Ágrip af sögu Íslands, bls. III.
70 Sjá Ingi Sigurðsson, Íslenzk sagnfræði, bls. 93.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 155