Saga - 2013, Síða 159
Og um svipað leyti, þ.e. á fyrsta áratug aldarinnar, birtust á prenti
alþýðlegir fyrirlestrar sem annar háskólamenntaður sagnfræðingur,
Jón J. Aðils, var styrktur af almannafé til að semja og flytja. „Þríleik“
hans, Íslenskt þjóðerni (1903), Gullöld Íslendinga (1906) og Dagrenning
(1910), má kalla síðborið framlag sagnfræðinnar til þjóðernisvakn-
ingar og sjálfsímyndarmótunar Íslendinga.78 Eru þá undanskildar
hinar tiltölulega lærðu ritgerðir Jóns Sigurðssonar um ýmis efni sem
þjónuðu vitaskuld málstað þjóðfrelsis og sjálfsstjórnar.
Af framansögðu er ljóst að fram undir aldamótin 1900 hafði
íslensk þjóðernisvakning og þjóðfrelsishreyfing miklu minni stoð af
ritum um þjóðarsöguna en ætla hefði mátt, t.d. samanborið við
Norðmenn og raunar ýmsar aðrar þjóðir í Evrópu sem kepptu að
því eins og Íslendingar að öðlast sjálfstjórn eða sjálfstæði.79 En mikil
umskipti urðu í þessu efni á fyrsta áratug tuttugustu aldar þegar
Íslendingar fengu heimastjórn. Þetta voru, með orðum Gunnars
Karlssonar, „tímar blómstrandi þjóðernishyggju og hugsjónapóli-
tíkur eftir að hagsýn sjónarmið höfðu ráðið ríkjum á árunum kring-
um aldamótin …“.80 Segja má að þá hafi landsmenn fengið, bæði í
skólum og á almennum vettvangi, nokkuð heildstæðar túlkanir á
þjóðarsögunni sem þjónuðu eindregið málstað þjóðernisvakningar
og þjóðfrelsis. En langt var þá um liðið frá því að skáldin, fulltrúar
fagurbókmenntanna, hófu að reisa „Íslands merki“ með lofsöngv-
um um landið og söguna.81
tómas sæmundsson og jón sigurðsson … 157
Uppeldi og menntun. Tímarit Kennaraháskóla Íslands 2 (1993), bls. 9–23 (hér bls.
18–20).
78 Um þessi rit Jóns J. Aðils og áhrif þeirra, sjá Ingi Sigurðsson, Íslenzk sagnfræði, bls.
81–88; Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur: þjóðerni, kyngervi og vald á
Íslandi 1900–1940 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2004), bls. 43–64; Guð mundur
Hálfdanarson, „Sagan og sjálfsmynd(ir) íslenskrar þjóðar“, bls. 113–120.
79 Þetta kemur með óbeinum orðum fram hjá Boga Th. Melsteð í styrkumsókn
hans til Alþingis 1891, sjá Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur, bls.
54–55. Varðandi ýmsar aðrar þjóðir í Evrópu sjá R.J.W. Evans, „Conclusion“,
The Uses of the Middle Ages in Modern European States, bls. 259–262, svo og
ýmsar aðrar ritgerðir í sama riti.
80 Gunnar Karlsson, „Forsetinn í söguritun Íslendinga“, bls. 32. Á stjórn-
málasviðinu kristallast umskiptin í hinni geysiöflugu liðssöfnun sem fylgdi
baráttunni gegn „uppkastinu“ 1908 , sjá Gunnar Þór Bjarnason, Upp með fán-
ann! Baráttan um uppkastið og sjálfstæðisbarátta Íslendinga (Reykjavík: Mál og
menning 2012).
81 Sjá [Páll Valsson], „Íslensk endurreisn“, Íslensk bókmenntasaga III. Ritstj. Halldór
Guðmundsson (Reykjavík 1996), bls. 253–347.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 157