Saga - 2013, Blaðsíða 161
torfi stefánsson hjaltalín
Svar til Hjalta Hugasonar
Tveir ritdómar hafa birst um bók mína, Íslenska kirkjusögu, sem kom út í
byrjun árs í fyrra (2012). Annar þeirra birtist í Ritröð Guðfræði stofnunar,
Studia theologica Islandica 34 (bls. 165–178), og er eftir dr. Gunnar Kristjáns -
son prófast. Hinn dómurinn birtist í síðasta hefti Sögu, tímarits Sögufélags
(L:2 (2012), bls. 191–194), og er eftir Hjalta Hugason, prófessor í kirkjusögu.
Þessi ritdómar eru eins og svart og hvítt. Í þeim fyrrnefnda er innihald bók-
arinnar skilmerkilega rakið og ritdómarinn tiltölulega jákvæður. Bókin sé
„greinargóð og léttilega skrifuð“, höfundur hafi „gott vald á efninu“ og
„veigrar sér ekki við að taka afstöðu um menn og málefni“. Í niður lags -
orðunum segir að „höfundi hafi tekist allvel það ætlunarverk sitt að skrifa
söguna fyrir sögu þyrstan almenning en einnig fræðimenn, kennara og nem-
endur á hærri skólastigum … Höfundur hefur lagt mikla vinnu í að rita
þetta verk og á þakkir skildar.“
Ritdómur Hjalta Hugasonar er á allt öðrum nótum. Þar er varla hægt að
túlka eina einustu setningu, eða stök orð, sem jákvæð nema ef vera skyldi
orð hans um „djörfung höfundar“ við að takast á við verk sem þetta. Þegar
betur er að gáð er þar um fífldirfsku að ræða að mati rit dómarans. Verkefnið
sé of viðamikið fyrir einn mann og sé hvorki nægilega alþýðlegt né fræði -
lega traust til að uppfylla mark mið höfundar. Reyndar er ritdómurinn að
ákveðnu marki vörn fyrir ritstjórn Hjalta sjálfs á Kristni á Íslandi frá kristni-
hátíðarárinu 2000, sem fjöldi manns kom að. Sömu aðfinnslur komu fram í
ritdómi Hjalta um 6. bindi Sögu Íslands, þar sem hann gagn rýndi ákvörð un
ritstjórnar þess ritverks að láta einn mann skrifa bindið, þ.e. Helga Þor -
láksson sagn fræðiprófessor. Vísa ég til skrifa þeirra þar um í Ritröð guðfræði -
stofnunar 19 (2004), bls. 119–129, og 20 (2005), bls. 110–118. Þar kemur einnig
fram aðferða fræðilegur ágreiningur þeirra. Hann sýnir ágætlega að það er
ekki til nein ein aðferð við ritun yfirlitsverks, hvað þá að aðferð Hjalta sé sú
eina rétta eins og hann virðist telja, þ.e. eins konar hugarfars- og félagssaga
sem risti mun dýpra en hin hugmyndasögu lega.
Hvað einstök atriði varðar vil ég svara tvennu. Fyrst um það hvenær hin
„eiginlegu“ siðaskipti fóru fram. Í því efni gagnrýnir Hjalti mig fyrir „skamm -
hlaup“ sem ekki verði við unað í riti sem þessu, þ.e. að fullyrða að með sölu
biskupsstólsjarðanna um aldamótin 1800, eða með afhendingu kirkju -
eignanna til ríkisins árið 1907, hafi síðustu leifar kaþólsks kirkjuskipulags
Saga LI:1 (2013), bls. 159–160.
ATHUGASEMD
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 159