Saga - 2013, Page 163
DAGBÓK ELKU. ALÞÝÐUMENNING Í ÞÉTTBÝLI Á ÁRUNUM
1915–1923 Í FRÁSÖGN ELKU BJÖRNSDÓTTUR VERKAKONU. Hilma
Gunnarsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman. Sýnis bók
íslenskrar alþýðumenningar 15. bindi. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2012.
330 bls. Myndir, mynda- og heimildaskrá, skrá yfir bréfasafn Elku
Björns dóttur.
Elka Björnsdóttir var 25 ára gömul þegar hún fluttist frá Skálabrekku í
Þingvallasveit til Reykjavíkur árið 1906. Þar fetaði hún í fótspor þeirra
þúsunda Íslendinga sem héldu til höfuðstaðarins á fyrstu áratugum 20. ald-
ar með þeim afleiðingum að bæjarbúum fjölgaði úr 6.667 árið 1901 í 17.679
árið 1920. Tímabilinu fram að síðari heimsstyrjöld hefur gjarnan verið lýst
sem blómaskeiði í bænum á vissum sviðum. Fyrsta áratuginn var mikill
uppgangur í verslun og innviðir bæjarins byggðust hratt upp. Þau umsvif
fólu í sér ákveðin tækifæri fyrir athafnamenn og ýmiss konar sérfræðinga.
En í bænum ríkti einnig talsverð fátækt sem yfirvöld áttu erfitt með að glíma
við. Hreinlæti var ábótavant, sjúkdómar geisuðu og herjuðu gjarnan á það
fólk sem bjó við óheilnæmustu aðstæðurnar. Í þeim hópi var Elka Björns -
dóttir, sem hélt dagbók þar sem hún lýsir lífi verkakonu í Reykjavík á árun-
um 1915–1923.
Það er fagnaðarefni að aðstandendur Dagbókar Elku, Hilma Gunnars -
dóttir og Sigurður Gylfi Magnússon, skyldu eiga frumkvæði að því að gefa
hana út á prenti. Vart þarf að taka fram hversu mikils virði þetta rit er sem
vitnisburður um afar vítt svið mannlegrar tilveru og athafna. Eins og Hilma
bendir á í formála sínum hafa dagbækurnar lengi verið notaðar sem heim-
ildir, einkum um Drengsmálið svokallaða og almennt um lífið og tilveruna
í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar. Við lestur ritsins fæst innsýn í húsnæðis-
mál, greftrunarsiði, fatnað og útbúnað verkafólks, mat, hreinlæti, verka -
lýðsbaráttuna, uppbyggingu borgarinnar, tengsl við útlönd og vesturfara,
stéttaskiptingu, stöðu kvenna innan verkalýðshreyfingarinnar, kynjaskipt-
ingu við vinnu og heimilisstörf, góðgerðarstarf kvenna, menningarlíf verka -
fólks og þátttöku þess í menningarstarfi skipulögðu af menntaelítu bæjarins.
Elka lýsir Reykjavík út frá sjónarhóli þeirra sem voru aldir upp í sveita-
samfélaginu en ferðuðust með straumnum til höfuðstaðarins í leit að
atvinnu og lífsviðurværi. Hún vitnar um hversu mikið líf verkafólks stjórn -
R ITDÓMAR
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 161