Saga - 2013, Qupperneq 164
aðist af duttlungum atvinnurekenda, tíðarfari eða fiskgengd og hversu litla
vörn það hafði gegn sjúkdómum, slysum, kúgun og misnotkun. Elka segir
þó einnig frá viðleitni fátæks fólks til að ná stjórn á aðstæðum sínum og
glíma við óvissu með samtryggingu og samhjálp, ekki síst í krafti tengsla
við sveitirnar þaðan sem það fékk gjarnan mat, fjárhagslega aðstoð og and-
legan stuðning. Þessir Reykvíkingar fengu allt aðra reynslu af bæjarlífinu og
litu öðruvísi á þéttbýlið en það heldristéttafólk sem var á stundum í meira
sambandi við Kaupmannahöfn en sveitirnar utan höfuðstaðarins.
Dagbók Elku er góð og þörf viðbót við dagbækur og æviminningar Reyk -
víkinga á fyrstu tveimur áratugum 20. aldar. Gildi hennar felst þó ekki síst í
því að hún er mótvægi við ráðandi sjónarhorn á sögu Reykjavíkur, sem er
afar litað af vitnisburðum karla í góðri þjóðfélagsstöðu sem margir tóku
virkan þátt í að móta höfuðstaðinn vegna sérþekkingar og/eða þátttöku í
stjórn bæjarins. Jafnframt eru þetta karlar sem „höndla“ nútímann, geta
hagn ast á honum og veita honum jafnvel inn í landið í krafti menntunar
sinnar og stéttarstöðu. Hér er átt við menn eins og Thorsarana og Knud
Zimsen sem Elka fjallar um í dagbókum sínum. Eftir þessa menn liggja ævi-
minningar sem útlista nokkuð nákvæmlega hvernig þeir áttu þátt í að
byggja Reykjavík upp með ýmiss konar frumkvöðlastarfsemi, framkvæmd-
um og athafnamennsku, Thorsararnir sem kaupmenn, atvinnurekendur og
þingmenn, Zimsen sem bæjarverkfræðingur og borgarstjóri.
Dagbók Elku er því ögrun við sýn heldristéttarkarla á bæjarsamfélagið og
dregur jafnframt athyglina að togstreitunni milli þeirra sem stjórna, móta og
grípa tækifæri annars vegar og þeirra sem eru tæki í öllum þeim umsvifum
hins vegar, þ.e. verkafólks eins og Elku. Í dagbókinni festi Elka á blað til-
finningar sínar gagnvart því að vera lítils metinn þáttur í áformum annarra
um völd og auð, og fólu skrifin því í sér ákveðinn atbeina (agency) fyrir þessa
annars valdalausu konu. Það gerir lýsingar Elku á samskiptum sínum við
Knud Zimsen þeim mun áhugaverðari, því þar er þessi óskoraði handhafi
skilgreiningarvaldsins hvað varðar sögu Reykjavíkur sjálfur skilgreindur,
metinn, veginn og gagnrýndur af konunni sem þrífur eftir hann. Elka vann
nefnilega við hreingerningar á bæjarskrifstofunum.
Útgáfan er að mörgu leyti smekkleg en þó hefði mátt gefa textanum tals-
vert meira rými. Þéttur texti og smátt letur fanga vafalaust anda frumheim-
ildarinnar, sem Elka ritaði fyrst og fremst fyrir sjálfa sig og hugaði því lítið að
greinaskilum eða öðrum leiðum til að gera framsetninguna þægilegri fyrir
lesendur. Þó hefði mátt stækka letur og línubil í hinni prentuðu útgáfu til að
létta lesturinn. Einnig hefði mátt huga betur að uppsetningu mynda í inn-
gangsköflum sem er örlítið klaufaleg. Þá má einnig setja spurningarmerki
við gildi þess að endurframleiða rasískar myndskreytingar Jóns Bjarnasonar
bónda án þess að setja þær í sögulegt eða hugmyndafræðilegt samhengi.
Aðstandendur Dagbókar Elku, Hilma og Sigurður Gylfi, rita sinn inn-
ganginn hvort þar sem þau fjalla um skrif Elku í áhugaverðu ljósi og varpa
ritdómar162
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 162