Saga - 2013, Page 166
velja að fjalla um kynjaðar víddir þess veruleika sem Elka lýsir. Jafn framt
kemur það undirritaðri nokkuð spánskt fyrir sjónir að Sigurður Gylfi skuli
kjósa að varpa ljósi á líf verkakonu með því að fjalla að mestum hluta um
misjafnlega nafntogaða karla í inngangi sínum, annars vegar svokallaða
„berfætta sagnfræðinga“ sem Sigurður nefnir að hafi stundum reyndar
verið kvenkyns þótt hann nefni sjálfur bara karla á borð við Sölva Helgason,
Magnús Hj. Magnússon og Jón Bjarnason, hins vegar þá mennta- og lista-
menn sem Elka hafði samneyti við. Í ofanálag er greinin myndskreytt nær
eingöngu með myndum eftir karla eða af körlum.
Reyndar kemur Sigurður Gylfi inn á þátttöku Elku í alls kyns fyrirlestra-
og fundahöldum sem hún stundaði grimmt þrátt fyrir mikið vinnuálag og
vanheilsu. Stundum var hún eina konan á staðnum. Þar tók ómenntuð
verka kona sér rými á vettvangi menntaelítu landsins sem var aðallega
skipuð körlum. Í dagbókinni greinir hún frá þessum fyrirlestrum, vegur þá
stundum og metur og veitir þannig innsýn í stöðu verkakvenna í opinberu
rými og viðtökur þessarar verkakonu á fróðleik menntakarla sem njóta
virðingar og valda í íslensku menningarlífi. En Sigurður gengur því miður
ekki lengra í ályktunum sínum en svo að benda á að Elka hafi verið „vak-
andi yfir þeim möguleika að fræðast og auka þekkingu sína“ og hafi „[nýtt]
sér kosti bæjarlífsins til að mennta sig með óformlegum hætti“ (bls. 58).
Alger skortur á kynjasjónarhorni er því nokkur löstur á inngangsköfl-
unum að Dagbók Elku sem eru þó að öðru leyti gagnlegir og umhugsunar-
verðir. Dagbókin sjálf er þess utan afar áhrifamikil og lærdómsrík heimild
um lífið í Reykjavík á fyrstu áratugum 20. aldar, verkalýðshreyfinguna og
þátttöku kvenna í henni, hversdagsmenningu fátæks fólks, sjónarhorn
alþýðufólks á forystusveit höfuðstaðarins og þá ekki síst tilfinningalíf konu
sem upplifir miklar samfélagslegar breytingar, ótæpilegt vinnuálag, erfið
veikindi og endurtekinn ástvinamissi.
Íris Ellenberger
Gunnar Þór Bjarnason, UPP MEÐ FÁNANN. BARÁTTAN UM UPP-
KASTIÐ 1908 OG SJÁLFSTÆÐISBARÁTTA ÍSLENDINGA. Mál og
menning. Reykjavík 2012. 343 bls. Myndir, tilvísana- og heimildaskrá,
mynda- og nafnaskrá.
Á Íslandi, eins og víða annars staðar, er sögunni fyrst og fremst haldið að
almennum lesendum í formi ævisagna. Næstalgengastar eru líklegast bæk-
ur sem fjalla um utanríkismál (þar með taldar bækur um seinni heimsstyrj-
öldina). Í þriðja lagi eru svo, eftir því sem ég kemst næst, bækur sem fjalla
ritdómar164
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 164