Saga - 2013, Qupperneq 167
um einstaka stjórnmálaorrustur sem þá er lýst af töluverðri nákvæmni og
jafnvel frá fleiri en einu sjónarhorni. Bók Gunnars Þórs Bjarnasonar á sér
þannig hliðstæður í bók Einars Karls Haraldssonar og Ólafs R. Einarssonar
um Gúttóslaginn, bók Páls Heiðars Jónssonar og Baldurs Guðlaugssonar
um inngönguna í NATO, bók Guðna Th. Jóhannessonar um hrunið og bók
Aðalgeirs Kristjánssonar um endurreisn Alþingis og þjóðfundinn. Síðast -
talda bókin er reyndar af öðrum toga og á kannski betur heima í fjórða
flokknum sem eru bækur sem eru skrifaðar fyrir almenning en í samstarfi
við og á kostnað opinberra stofnana, oft vandaðar bækur sem ná samt ekki
nema að takmörkuðu leyti til almennra lesenda. Nýleg dæmi um þetta eru
Aldarsaga Háskóla Íslands og Þingræði á Íslandi.
Sagnfræðingar sem skrifa fyrir almenning standa allir frammi fyrir
sömu þraut. Hvernig á að brúa bilið milli okkar og hinna, milli sagnfræð -
inga og almennra lesenda? Hvernig skrifum við góða sagnfræði sem aðrir
en sagnfræðingar nenna að lesa? Hversu langt á að seilast í áttina til almenn-
ings? Eins og meðal annars má ráða af viðtökum bókarinnar hefur Gunnari
tekist vel að brúa þetta bil. Hann hlaut menningarverðlaun DV fyrir bókina
en að auki tilnefningu til Viðurkenningar Hagþenkis og Íslensku bók mennta -
verðlaunanna.
Gunnar hefur bókina á því að lýsa því hvernig allt „lék á reiðiskjálfi“ í
stjórnmálalífi þjóðarinnar sumarið 1908. Í kjölfarið spyr hann hvers vegna
fólki hafi verið svona heitt í hamsi, hvað hafi verið í húfi, hvort uppkastið
hefði, eins og andstæðingar þess héldu fram, fjötrað þjóðina um langan ald-
ur eða þvert á móti, eins og stuðningsmennirnir fullyrtu, tryggt henni frelsi
og framfarir? Jafnframt spyr hann hvernig menn skipuðu sér í lið, hvernig
fór og hverjir hafi hrósað sigri. Og hann leggur sig eftir að skilja hvers vegna
uppkastið hafi „komið svo miklu róti á hugi“ Íslendinga (bls. 11–15).
Þetta eru ekki nýjar spurningar en hér fáum við heildstæðari og krít-
ískari umfjöllun en áður hefur sést — og skýrari svör. Bókin byggist á víð -
tækum lestri á umræðu blaðanna, einkabréfum og öðrum skjölum sem
varðveitt eru bæði hér á landi og í Kaupmannahöfn. Þá er hér til grundvall-
ar meira og minna öll sú sagnaritun um íslenska þjóðernisstefnu og sjálf -
stæðisbaráttu sem safnast hefur upp á þeim rúmlega hundrað árum sem
liðin eru frá atburðinum, ekki síst rannsóknir frá síðustu 10–15 árum,
erlendar (sjá t.d. bls. 51–52) en aðallega íslenskar, og vonandi skilar sér til
lesenda eitthvað af þeirri endurskoðuðu sýn á sjálfstæðisbaráttuna sem
skýrt kemur fram í bókinni (sjá t.d. bls. 53–54).
Efnistökin eru í stuttu máli þessi: Í fyrsta kafla er lýsing á sögusviðinu,
aðstæðum á Íslandi, samskiptum Íslendinga við Dani og svo afstöðu Dana til
Íslendinga. Ísland er í forgrunni, en Gunnar gefur líka innsýn í þessa sögu
eins og hún blasti við frá sjónarhóli danskra stjórnmálamanna. Og svo fer
atburðarásin af stað. Friðrik VIII tekur við krúnunni, býður íslenskum þing-
mönnum í tveggja vikna heimsókn árið 1906 þar sem Danir „báru alþingis-
ritdómar 165
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 165