Saga - 2013, Page 170
tímabili, sem sannarlega laut eigin lögmálum, að banka uppá með stað -
reyndir úr samtímanum?
Á bókarkápu segir að Gunnar Þór Bjarnason hafi „pælt í gegnum mikið
magn heimilda“, þar á meðal „gögn í danska ríkisskjalasafninu sem ekki
haf[i] áður verið nýtt af íslenskum sagnfræðingum“, og eru þar sérstaklega
tilgreindar dagbækur forsætisráðherra Danmerkur og óprentaðar fundar-
gerðarbækur nefndarinnar sem samdi uppkastið. „Þessar heimildir“, segir
jafnframt, „bregða nýju og óvæntu ljósi á mikilvægan þátt í sjálfstæðisbar-
áttu þjóðarinnar“. Hér höfum við rótgróið og klassískt bragð til að selja
sagnfræðibækur. Bókin byggist á áður ólesnum skjölum sem varpa nýju
ljósi á atburðina. En er það svo? Bæta umrædd skjöl og úrvinnsla þeirra í
bókinni einhverju við það sem áður hefur verið sagt um þessa atburði?
Vissulega dýpka þessar heimildir og styrkja frásögnina, þ.á m. með smá-
atriðum sem skapa skemmtilega stemningu og hughrif. Þannig fáum við t.d.
að vita að Íslendingar hafi kannski vandað sig of mikið við að taka á móti
konungi árið 1907, að minnsta kosti hafi Christensen, forsætisráðherra
Dana, þótt „fullmikið af því góða að drekka Rínarvín og franskt kampavín
með morgunverðinum“ (bls. 60). Eins kemur fram að Christensen hafi
kviðið fyrir því að takast á við Íslendingana í samninganefndinni, vegna
þess að þeir væru til alls vísir og myndu sennilega ekki linna látum fyrr en
Danir viðurkenndu Ísland sem sérstakt ríki (bls. 107). Þá bætir lestur Gunn -
ars á þessum heimildum ýmsu við um gang samningaviðræðnanna í
Kaupmannahöfn (bls. 107–125). Við fáum fyllri og skýrari mynd af viðhorf-
um dönsku samningamannanna og því hvernig Íslendingarnir og rök-
semdir þeirra horfðu við Dönunum.
En fyrst og fremst er bók Gunnars verðmæt vegna þess hvernig hann
dregur saman þræði, segir almenningi sögu þessara atburða frá sjónarhóli
nútímasagnfræði. Og hvað varðar spurninguna um nýtt ljós, þá virðist hann
helst bæta við þessa sögu í köflunum sem fjalla um umræðuna á Íslandi. Í
10. kafla (bls. 171–190), sem hefur yfirskriftina „Rökin“, er t.d. að finna
vandaðri, ítarlegri og ígrundaðri umfjöllun um hugmyndir um framtíðar -
stöðu Íslands á þessum tíma en við höfum áður fengið. Þá vil ég sérstaklega
nefna 13. kafla (bls. 236–266), „Þátttakendur“, en þar er saga uppkastsins
sett í nýtt samhengi. Fjallað er um afstöðu ólíkra hópa — yfirstéttar og
alþýðu, kvenna, skálda og Vestur-Íslendinga. Þar byggir Gunnar á nýlegum
rannsóknum sem ekki hafa áður verið settar í þetta samhengi, þ.á m. rann-
sóknum á sviði kvenna- og kynjasögu.
Ragnheiður Kristjánsdóttir
ritdómar168
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 168