Saga - 2013, Side 175
Öllu verra er að ekki er borið við að athuga hvernig bókstafnum farn -
aðist í bréfritun landsmanna og einungis sagt: „Þótt engin tæmandi úttekt
hafi farið fram á notkun bókstafsins í einkabréfum virðist almenna tilhneig-
ingin vera sú að yngri menn hafi fljótt og almennt tileinkað sér stafinn í
handskrift, en þeir eldri látið það eiga sig“ (bls. 109). Engin nöfn eru nefnd og
ekki vísað til heimilda frekar en annars staðar í bókinni. Hverjir voru þess-
ir yngri menn? Var ef til vill munur á Hafnar-Íslendingum og ósigldum
Íslendingum? Hvað með konur? Sagt er frá því að Bjarna Thorarensen hafi á
árunum 1826–1828 ekki litist illa á hugmyndir Rasks um að nota ð á prenti
(bls. 121–122). Þess hefði mátt geta að sjálfur notaði Bjarni aldrei bókstafinn
í bréfum — hann lést 24. ágúst 1841 (sjá Bjarni Thorarensen, Bréf. Útg. Jón
Helgason. Tvö bindi. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag 1943–1946).
Eins hefði mátt nefna að Konráð Gíslason, sem sagt er frá í tengslum við
réttritunartillögur í Fjölni árið 1836 (bls. 69–70), hóf einmitt að skrifa ð í bréf-
um eigi síðar en þá um vorið (Bréf Konráðs Gíslasonar. Útg. Aðalgeir Krist -
jáns son. Reykjavík: Árnastofnun 1984, bls. 37). Þessi tvö dæmi eru tekin úr
stafréttum útgáfum sendibréfa, sem ekki er mikið til af, en vandalaust hefði
verið að líta í nokkur bréfasöfn í handritadeild Landsbókasafns – Háskóla -
bókasafns til að geta frætt lesendur ögn betur um viðtökurnar. Birt er mynd
af rithönd Jóns Sigurðssonar forseta, en ekki kemur fram hvenær það bréf
var skrifað (bls. 172 og 196). Eitt er að gera ekki tæmandi úttekt og annað að
gera ekki neitt. Eins hefði mátt fletta fáeinum skjalabögglum frá nítjándu öld
í Þjóðskjalasafni til að komast að því að lítið ber á bókstafnum fyrr en eftir
miðja öldina — má ætla að þar hafi ráðið áhrif prentaðra bóka, eða hvað?
Nægir að nefna fáein dæmi úr Skagafirði. Í dánarbúsuppskrift hreppstjóra
eftir Ólaf Guðmundsson á Hofdölum 24. október 1851 er ekki eitt einasta ð.
Í skrá yfir eignir Arndísar Sigmundsdóttur á Frostastöðum 21. nóvember
sama ár birtist þrívegis ð í bæjarnafninu og einu sinni er d. „Dísastadir“
fengu ekki ð né nokkurt annað orð í textanum. Ein skuldakrafan í búið var
frá bónda nokkrum í nágrenninu, skrifuð 26. júlí 1852, með bókstafablöndu:
„Eg unðir skrifaður við kannast ad hafa med tekid skuld þá … hvar til
staðfestu mitt unðir skrifad nafn …“ Erlendur Gottskálksson hreppstjóri var
mun öruggari þegar hann skráði dánarbú eftir Margréti Hansdóttur í
Vatnsskarði 31. ágúst 1855, með fín ð víðast þar sem við átti, svo sem: „með
til kvöddum virðingarmanni, að skrifa upp og virða …“ (Þjóðskjalasafn
Íslands. Sýsluskjalasafn. Skagafjarðarsýsla ED2/13. Dánarbú 1848–1853, örk
24; ED2/15. Dánarbú 1845–1857, örk 21). Þetta sýnir að menn voru alls ekki
með bókstafinn ð á hreinu og tilgáta mín er að svo hafi verið út öldina og
jafnvel lengur.
Niðurstaðan er þá sú að langar eyður eru í ævisögunni fram að alda-
mótunum 1900, sem auðvelt hefði verið að fylla í. Meira hefur verið haft
fyrir athugun á leturgerð í bókum og tölvum á nýliðinni öld og árangurinn
viðunandi. Umfjöllun er nákvæmari og farið í smáatriði, svo sem vandræði
ritdómar 173
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 173