Saga


Saga - 2013, Side 175

Saga - 2013, Side 175
Öllu verra er að ekki er borið við að athuga hvernig bókstafnum farn - aðist í bréfritun landsmanna og einungis sagt: „Þótt engin tæmandi úttekt hafi farið fram á notkun bókstafsins í einkabréfum virðist almenna tilhneig- ingin vera sú að yngri menn hafi fljótt og almennt tileinkað sér stafinn í handskrift, en þeir eldri látið það eiga sig“ (bls. 109). Engin nöfn eru nefnd og ekki vísað til heimilda frekar en annars staðar í bókinni. Hverjir voru þess- ir yngri menn? Var ef til vill munur á Hafnar-Íslendingum og ósigldum Íslendingum? Hvað með konur? Sagt er frá því að Bjarna Thorarensen hafi á árunum 1826–1828 ekki litist illa á hugmyndir Rasks um að nota ð á prenti (bls. 121–122). Þess hefði mátt geta að sjálfur notaði Bjarni aldrei bókstafinn í bréfum — hann lést 24. ágúst 1841 (sjá Bjarni Thorarensen, Bréf. Útg. Jón Helgason. Tvö bindi. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag 1943–1946). Eins hefði mátt nefna að Konráð Gíslason, sem sagt er frá í tengslum við réttritunartillögur í Fjölni árið 1836 (bls. 69–70), hóf einmitt að skrifa ð í bréf- um eigi síðar en þá um vorið (Bréf Konráðs Gíslasonar. Útg. Aðalgeir Krist - jáns son. Reykjavík: Árnastofnun 1984, bls. 37). Þessi tvö dæmi eru tekin úr stafréttum útgáfum sendibréfa, sem ekki er mikið til af, en vandalaust hefði verið að líta í nokkur bréfasöfn í handritadeild Landsbókasafns – Háskóla - bókasafns til að geta frætt lesendur ögn betur um viðtökurnar. Birt er mynd af rithönd Jóns Sigurðssonar forseta, en ekki kemur fram hvenær það bréf var skrifað (bls. 172 og 196). Eitt er að gera ekki tæmandi úttekt og annað að gera ekki neitt. Eins hefði mátt fletta fáeinum skjalabögglum frá nítjándu öld í Þjóðskjalasafni til að komast að því að lítið ber á bókstafnum fyrr en eftir miðja öldina — má ætla að þar hafi ráðið áhrif prentaðra bóka, eða hvað? Nægir að nefna fáein dæmi úr Skagafirði. Í dánarbúsuppskrift hreppstjóra eftir Ólaf Guðmundsson á Hofdölum 24. október 1851 er ekki eitt einasta ð. Í skrá yfir eignir Arndísar Sigmundsdóttur á Frostastöðum 21. nóvember sama ár birtist þrívegis ð í bæjarnafninu og einu sinni er d. „Dísastadir“ fengu ekki ð né nokkurt annað orð í textanum. Ein skuldakrafan í búið var frá bónda nokkrum í nágrenninu, skrifuð 26. júlí 1852, með bókstafablöndu: „Eg unðir skrifaður við kannast ad hafa med tekid skuld þá … hvar til staðfestu mitt unðir skrifad nafn …“ Erlendur Gottskálksson hreppstjóri var mun öruggari þegar hann skráði dánarbú eftir Margréti Hansdóttur í Vatnsskarði 31. ágúst 1855, með fín ð víðast þar sem við átti, svo sem: „með til kvöddum virðingarmanni, að skrifa upp og virða …“ (Þjóðskjalasafn Íslands. Sýsluskjalasafn. Skagafjarðarsýsla ED2/13. Dánarbú 1848–1853, örk 24; ED2/15. Dánarbú 1845–1857, örk 21). Þetta sýnir að menn voru alls ekki með bókstafinn ð á hreinu og tilgáta mín er að svo hafi verið út öldina og jafnvel lengur. Niðurstaðan er þá sú að langar eyður eru í ævisögunni fram að alda- mótunum 1900, sem auðvelt hefði verið að fylla í. Meira hefur verið haft fyrir athugun á leturgerð í bókum og tölvum á nýliðinni öld og árangurinn viðunandi. Umfjöllun er nákvæmari og farið í smáatriði, svo sem vandræði ritdómar 173 Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 173
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.