Saga - 2013, Blaðsíða 178
bókina Alþýðubandalagið. Átakasaga (1987) eftir Óskar Guðmundsson, en hafa
verður í huga að með ritun hennar tók hann beinan þátt í átökunum með
stuðningi sínum við Ólaf Ragnar. Ólafi var m.a. í formannsbaráttunni núið
því um nasir, eins og Óskar rekur vandlega, að vera ekki raunverulegur
sósíalisti eða vinstrimaður. Í ljósi þess að hann gerði forsetaembættið að
þjónustuborði fyrir stórfyrirtæki og yfirmenn þeirra er kannski kominn tími
til að skoða þetta atriði aðeins nánar. Að slíkur maður skuli hafa komist til
metorða í stjórnmálaflokki sem kenndi sig við sósíalisma kallar þó líklega á
margþættari skýringar en Svavar nefnir.
Viðhorf Svavars til starfsins innan hreyfingarinnar virðast hafa ein-
kennst af ess-um, samstöðu, sameiningu, samstillingu og samfylkingu.
Einnig lýsir hann sjálfum sér sem sáttamanni og sentrista. Þannig leit hann
alltaf á Þjóðviljann á áttunda áratugnum sem vettvang allra vinstrimanna,
einnig hinna allra róttækustu. Þegar tekið var að fjara undan Alþýðu banda -
laginu á tíunda áratugnum leiddu samfylkingarviðhorf Svavars hann til
þátttöku í myndun breiðfylkingar vinstrimanna, jafnvel vinstri- og miðju-
manna, fyrst með R-listanum í Reykjavík 1994 síðan með samfylkingu
þriggja flokka í alþingiskosningunum vorið 1999.
Hvaða mynd dregur Svavar upp af sér með tilliti til hugsjóna? Að
„koma á sósíalisma með manneskjulegu yfirbragði“, sem var eitt aðal-
markmið Alþýðubandalagsins (bls. 127), er í raun grunnviðhorf Svavars
sem hann með reglubundnum hætti fléttar inn í framvindu sögunnar. Ljóst
er að hann leggur einnig áherslu á að hann hafi alla tíð verið lýðræðissinni,
segist t.d. í leshringjunum hjá Einari hafa verið búinn að átta sig á því að
hugmyndin um alræði öreiganna myndi ekki ganga upp (bls. 74). Hann
hafði m.ö.o. myndað sér þessa skoðun mörgum árum fyrir innrásina í
Tékkóslóvakíu 1968, sem markaði tímamót í þróun hreyfingarinnar. Margir
hafi þá áttað sig á því að „félagsleg eign á framleiðslutækjunum“ gæti verið
notuð til að stöðva lýðræðislega þróun (bls. 125–126). Lokað var á sam-
skiptin við Sovétríkin, sem voru að mati hans mikilvægur áfangi í tilurð
Alþýðubandalagsins sem stjórnmálaflokks. Þótt hann hafni svokallaðri
félagslegri eign á framleiðslutækjunum þá varar hann jafnframt við auð -
valdsþjóðfélaginu sem hann kallar ófreskju (bls. 134); kapítalisminn sé
„skrímsli“ sem þurfi að aga eða halda aftur af með skýrum reglum (bls.
135). Á hinn bóginn beitti hann sér fyrir því sem ráðherra að losa um höft á
inn- og útflutningi (bls. 190). Jafnframt kann það að koma einhverjum á
óvart hversu hart hann deilir á það sem hann kallar „miðstýringaráráttu
Sjálfstæðisflokksins“ innan stjórnkerfisins (bls. 275).
Í annan stað birtist höfundur í bókinni sem þjóðlegur Íslendingur:
„Alltaf fannst mér heldur verra að ég skyldi ekki fæðast nokkrum árum fyrr
til þess að komast á Þingvöll til að gráta af gleði í rigningunni 17. júní 1944“
(bls. 13). Þetta viðhorf tengist svo sannfæringu hans varðandi stöðu þjóðar-
innar á alþjóðlegum vettvangi, að henni „væri best borgið sjálfstæðri, full-
ritdómar176
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 176