Saga - 2013, Page 179
valda og herlausri“ (bls. 103). Á dögum vinstristjórnarinnar 1971–1974 var
brottför hersins „stóra málið: að Ísland yrði sjálfstætt og raunverulega full-
valda á ný“ (bls. 153). Og skömmu áður bendir hann á að „almennur menn-
ingaráhugi en líka afar rómantísk sýn á sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðar-
innar“ hafi knúið hann áfram. Þótt þjóðfrelsismálin hafi átt veigamikinn þátt
í að móta viðhorf hans, er ekki fjallað ítarlega um fullveldi landsins í bók-
inni enda ekki hægt að ætlast til slíks í ævisögu af þessu tagi. Hann bendir
þó á að útfærsla efnahagslögsögunnar hafi styrkt fullveldið og að í hruninu
hafi þjóðin nánast verið „búin að glata fullveldi sínu á altari óðafrjálshyggj-
unnar“ (bls. 299). Hvort Ísland geti varið fullveldi sitt utan bandalaga kem-
ur óglöggt fram í bókinni. Af eldri skrifum hans, t.d. bókinni Sjónarrönd.
Jafnaðarstefnan — Viðhorf (1995) og grein í Rétti frá 1987, má hins vegar ráða
að landið þurfi að taka þátt í víðtæku öryggisbandalagi á heimsvísu.
Skoðanir sínar á hugsanlegri aðild Íslands að ESB segist hann hins vegar
ekki vilja ræða í þessari bók.
Viðhorf Svavars birtast einnig skýrt í hörðum viðbrögðum hans við
ásökunum um að hann hafi haft tengsl við Stasi þegar hann var við nám í
Austur-Berlín veturinn 1967–1968. Reynt var að nota þessi meintu tengsl
gegn honum í pólitískum tilgangi, nú síðast í bók Hannesar H. Gissurar -
sonar, Íslenskir kommúnistar 1918–1998 (2011). Þar er á tveimur stöðum (bls.
507 og 521) sagt frá því að Stasi-skjölum um Svavar hafi verið eytt 25. júní
1989, „skömmu fyrir hrun Berlínarmúrsins“. Þar með er gefið í skyn að legið
hafi í loftinu að múrinn væri að hrynja, og því hafi þurft að eyða þeim,
þegar staðreyndin er sú að fæstir áttu von á því þá að járntjaldið myndi falla
svo fljótt. Löngu síðar kom í ljós að Stasi taldi Svavar mögulega hafa verið
á mála hjá CIA.
Þessi sjálfsævisaga er að vissu marki uppgjör Svavars við fortíðina.
Hann viðurkennir að stundum hafi sér og flokknum orðið á mistök, eins og
t.d. með of harðri andstöðu við breytingar á útvarpslögunum; stundum hafi
alþýðubandalagsmenn gengið „lengra í andstöðu við einkavæðinguna en
nokkurt vit var í“ (bls. 324). Þá finnst honum greinilega miður að staða
kvenna í flokknum hafi ekki verið sterkari en raun bar vitni, þrátt fyrir að
sjónarmið í anda kvenréttinda hafi átt þar sterkan hljómgrunn. Flokkurinn
hafi þó beitt sér í jafnréttismálum, t.a.m. hann sjálfur sem menntamála -
ráðherra þegar leikskólunum var komið inn í skólakerfið.
Eins og gjarnan er í sjálfsævisögum eru hér felldir dómar um sam-
ferðafólk, reyndar yfirleitt mjög jákvæðir, með orðum eins og hinn góði
maður, úrvalsmaður, drengskaparmaður, frábær samstarfsmaður, óvenju-
skemmtilegur félagi, sómahjón o.s.frv. Þá má finna kostulegar lýsingar í
bókinni, t.d. af fundum samstarfsnefndar alþingis og þjóðkirkjunnar þar
sem bænahald biskups var fastur liður á dagskránni (bls. 301–302). Að ekki
skuli vera nema um tveir áratugir síðan þetta tíðkaðist — og var látið við -
gangast — er merkilegt.
ritdómar 177
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 177