Saga - 2013, Qupperneq 180
Bókin er vel skrifuð, villur vart finnanlegar, stíllinn léttur og hraður og
frásögnin auk þess launfyndin á köflum. Ljósmyndirnar gegna einnig mik-
ilvægu hlutverki í að segja sögu aðalpersónunnar. Sjálfsævisögur hafa ekki
komið út margar í seinni tíð, en þessi bók verður e.t.v. til þess að fleiri hugsi
sér til hreyfings. Sumir hafa fundið sjálfsævisögum það til foráttu að höf-
undarnir vilji falla í þá freistni að upphefja sjálfa sig. Slíkt getur hins vegar
einnig komið fyrir í venjulegum ævisögum. Þótt höfunda sjálfsævisagna
geti misminnt um einhver atriði er það upplifun viðkomandi sem skiptir
meira máli, þeirra persónulegu sjónarhorn. Með sjálfsævisögum verða
nefni lega til heimildir sem nýtast munu um ókomna tíð. Auk þess afhenti
Svavar Þjóðskjalasafni öll sín einkaskjöl til varðveislu. Auðvitað má deila
um mikilvægi einstakra atriða en hin smæstu og hversdagslegustu geta
stundum veitt betri innsýn í hlutina. Frásögn Svavars af kvöldfundum með
Gunnari Thoroddsen og Ólafi Jóhannessyni, báðum íklæddum langrönd-
óttum náttfötum (bls. 230), hefði t.d. varla ratað inn í ævisögu sem annar
hefði ritað.
Páll Björnsson
Gunnar F. Guðmundsson, PATER JÓN SVEINSSON — NONNI. Opna.
Reykjavík 2012. 526 bls. Myndir, ritsýni, nafnaská.
Titill hinnar verðlaunuðu ævisögu Jóns Sveinssonar eftir Gunnar F. Guð -
mundsson, Pater Jón Sveinsson — Nonni, vísar til nokkurra manna eða að
minnsta kosti þriggja „sjálfa“ og gefur til kynna bæði sjálfsmyndarleit við -
fangsefnisins og rannsóknarefni höfundarins. Þannig vísar titillinn til hins
kaþólska jesúíta, þá til Íslendingsins og rithöfundarins sem skrifaði undir
nafninu Jón Sveinsson og loks til náttúrubarnsins og sögupersónunnar
Nonna. Í fyrsta kafla bókarinnar spyr Gunnar hver þessi maður hafi verið
og leitast svo við að svara þeirri spurningu í þeim köflum sem á eftir koma.
Jón Sveinsson fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal árið 1857 og lést í
loftvarnarbyrgi undir St. Franziskus-spítalanum í Kölnarborg 1944. Ævi
hans var löng og viðburðarík en aðeins tólf ára gamall kvaddi hann fóstur-
jörð sína og ættingja og sigldi út í heim. Jón Sveinsson lifði tvær heimsstyrj-
aldir, hlaut menntun víða um Evrópu, talaði að minnsta kosti fimm tungu-
mál og naut þess að ferðast um heiminn. Hann var Íslendingur, Evrópubúi
og sveitastrákur. Hann var kaþólikki, jesúíti, rithöfundur og fyrirlesari og á
fyrri hluta 20. aldar var hann þekktasti íslenski listamaðurinn í Evrópu.
Eflaust kannast flestir einna best við Nonna sem aðalsögupersónu Nonna -
bókanna, barnabóka sem byggðar eru á bernskuminningum höfundarins,
hafa verið þýddar á meira en 30 tungumál og seldar í milljónum eintaka.
ritdómar178
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 178