Saga - 2013, Qupperneq 182
Frá þessu erfiða og á stundum óbærilega lífi segir Sveinn Þórarinsson í dag-
bókum sínum. Þegar Jón Sveinsson kemur höndum yfir þessar bækur á full-
orðinsárum kemst hann að ýmsu um hjónabandserjur foreldra sinna, pen-
ingaleysi, öfundsýki, óhamingju, afbrýðisemi, veikindi og þunglyndi. Hann
fær áfall við lesturinn.
Dagbækurnar voru Jóni þó mikilvægar og í þeim fann hann söguefni í
eigin bækur, en auk þess vildi hann, eins og Gunnar segir, „kynnast föður
sínum sem hafði alla tíð verið svo fjarlægur í minningunni, eins og glöggt
má sjá í bernskusögum hans“ (bls. 15). Í Nonnabókunum segir þó ekkert um
hvorki sult og seyru né missi og aðra erfiðleika, og þar ríkir „heiðríkjan ein“
(bls. 59). Jón Sveinsson vildi eiga píningarsögu föður síns með sjálfum sér,
segir Gunnar. Þær áttu ekkert erindi í nostalgískar bernskuminningar.
Þar er rétt að í Nonnabókunum er varla minnst á föðurinn nema í örfá
skipti, en spyrja má hvort þessa þögn sem umlykur föðurinn megi ekki gera
að stærra umtalsefni. Þögnin beinlínis hrópar á lesendur Nonnabókanna og
svona hávær þögn hlýtur að vera merkingarbær. Spyrja má um samband
þeirra feðga því ljóst er af dagbókum Sveins að Nonni var ekki hans upp-
áhaldsbarn, en um þetta fjallar Gunnar og segir að Nonni hafi ekki birst sem
sjálfstæð persóna í dagbókum föðurins fyrr en eftir að hann var farinn á
annan bæ sem tökubarn.
Þögnina sem umlykur föðurinn og fjarveru hans mætti túlka sem uppreisn
og afneitun á honum og má styðja þessa tilgátu með því sem segir í
Nonnabókunum um að í Frakklandi muni drengurinn eignast nýjan föður sem
muni mennta hann, hugsa um og elska hann sem sinn eigin son. Hinn góði,
franski greifi, Marie-Albéric de Foresta, sem Gunnar greinir ítarlega frá, skipti
sér þó aldrei persónulega af íslenska drengnum og Jón Sveinsson hitti hann
aldrei nokkurn tíma. Móðirin er stór persóna í Nonnabókunum og að henni
beinist öll athygli, þrá og ást. Henni þakkar Jón Sveinsson allt gott og meira til.
Jón Sveinsson kvaddi móður sína 12 ára að aldri og þau hittust aldrei
framar. Aðskilnaðurinn við móðurina var umfjöllunarefni bæði í Nonna -
bókunum og óteljandi fyrirlestrum sem Jón Sveinsson hélt um ævina. Ávallt
komst hann við þegar hann rifjaði upp þessa stund, og áheyrendur líka.
Nonni var þó ekki uppáhaldsbarn móður sinnar, ekki frekar en föðurins.
Um þetta segir Gunnar:
Hann fann að móðir hans hafði meiri mætur á Manna en honum sjálf-
um, og sú hugsun vék aldrei frá honum, jafnvel ekki eftir að hann var
orðinn fullorðinn og farinn að skrifa bækur. Ef til vill var vanstilling
hans og skapþungi á stundum leið hans til að kalla á athygli móður
sinnar. Mörgum árum síðar, þegar þau voru bæði orðin einstæðingar,
hvort í sínu landi, myndaðist loks það samband milli þeirra sem hann
hafði þráð sem drengur. Þá verður til það einlæga samband móður og
sonar sem lýst er í Nonnabókunum (bls. 73–74).
ritdómar180
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 180