Saga - 2013, Page 192
engil saxnesk áhrif verið nokkuð áberandi í mótun háskólanáms hér á landi.
Þessu eru gerð ágæt skil í þessum fyrsta hluta bókarinnar þar sem BA-
námið við háskólann er til umfjöllunar. Hin engilsaxnesku áhrif verða, eins
Guðmundur sýnir, skýrð með þeirri breytingu sem varð hér þegar helstu
námslönd sem íslenskir stúdentar sóttu lokuðust í síðari heimsstyrjöldinni
(bls. 208–220). Þau áhrif héldu raunar áfram að móta háskólastarf hér á landi
á eftirstríðsárunum og birtust meðal annars í uppbyggingu náms í heil-
brigðisvísindum (sjá bls. 374–397 í öðrum hluta ritsins).
Guðmundur gefur góða innsýn í kennsluhætti og í bókinni eru m.a.
nokkrar óborganlegar lýsingar á fyrirlestraröð kennara við heimspekideild.
Þannig fór Páll Eggert Ólason prófessor „tvisvar sinnum yfir alla Íslandssög-
una frá landnámsöld til samtímans á þeim tíu árum sem hann kenndi við
Háskóla Íslands — og var reyndar byrjaður á þriðja hringnum þegar hann
réðst sem aðalbankastjóri til Búnaðarbanka Íslands í ársbyrjun 1930“ (bls. 164).
Sem fyrr segir er jafnvægi í umfjöllun um einstök fræðasvið gott í þess-
um fyrsta hluta bókarinnar og til fyrirmyndar hversu vel er gerð grein fyrir
menntunarmöguleikum kvenna. Höfundur sýnir glöggt hvernig kynjakerfið
birtist bæði innan og utan háskólans og í viðhorfum beggja kynja. Hér má
t.a.m. benda á frásögn sem Guðmundur sækir í bók Önnu Ólafsdóttur
Björnsson um sögu Húsmæðrakennaraskóla Íslands en þar er vitnað í bréf
ungrar stúlku, frá fimmta áratug aldarinnar, til móður sinnar þar sem hún
kvartar yfir því að faðir sinn vilji að hún fari í læknis- eða lögfræðinám. Sjálf
hefur hún lítinn hug á slíku og segist ekkert geta gert að því að hún fædd-
ist stúlka en ekki piltur, að hún skyldi búin kvenlegum dyggðum en ekki
karlmannlegum, að hún skyldi hafa meiri áhuga á matreiðslu og útsaum en
læknisfræði (bls. 246–247).
Annar hluti bókarinnar nær til breytingaskeiðsins frá upphafi sjöunda
áratugarins til 1990. Í upphafi er gerð ítarleg grein fyrir samfélagslegum
breytingum á Vesturlöndum á eftirstríðsárunum og Sigríður lýsir vel þeirri
þenslu sem varð á menntakerfi vestrænna þjóða. Þetta var tími aukinna
menntunarmöguleika allra stétta og beggja kynja, og undir lok þessa tímabils
lögðu fleiri konur en karlar stund á nám við Háskóla Íslands. Þegar hér var
komið sögu hafði nemendum við háskólann fjölgað í nær 5000, en við upp-
haf sjöunda áratugarins voru nemendur við HÍ innan við 800.
Sjöundi og áttundi áratugurinn var tími umróts á Vesturlöndum og
gerir Sigríður vel grein fyrir því með hvaða hætti róttæk stúdentahreyfing,
og ekki síður róttæk kvennahreyfing, festi rætur hér á landi. Líkt og annars
staðar á Vesturlöndum náðu nýjar hugmyndir um tengsl hagþróunar og
menntunarstigs að skjóta rótum og birtust meðal annars í stofnun skóla-
rannsóknardeildar við menntamálaráðuneytið í ráðherratíð Gylfa Þ. Gísla -
sonar. Höfundi tekst líka vel að lýsa þeirri breytingu sem varð á hugmynd-
um um tengsl hagþróunar og menntunar frá sjöunda ártugnum til þess
níunda, þegar nýfrjálshyggju var farið að gæta í umræðum um menntamál.
ritdómar190
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 190