Saga


Saga - 2013, Page 192

Saga - 2013, Page 192
engil saxnesk áhrif verið nokkuð áberandi í mótun háskólanáms hér á landi. Þessu eru gerð ágæt skil í þessum fyrsta hluta bókarinnar þar sem BA- námið við háskólann er til umfjöllunar. Hin engilsaxnesku áhrif verða, eins Guðmundur sýnir, skýrð með þeirri breytingu sem varð hér þegar helstu námslönd sem íslenskir stúdentar sóttu lokuðust í síðari heimsstyrjöldinni (bls. 208–220). Þau áhrif héldu raunar áfram að móta háskólastarf hér á landi á eftirstríðsárunum og birtust meðal annars í uppbyggingu náms í heil- brigðisvísindum (sjá bls. 374–397 í öðrum hluta ritsins). Guðmundur gefur góða innsýn í kennsluhætti og í bókinni eru m.a. nokkrar óborganlegar lýsingar á fyrirlestraröð kennara við heimspekideild. Þannig fór Páll Eggert Ólason prófessor „tvisvar sinnum yfir alla Íslandssög- una frá landnámsöld til samtímans á þeim tíu árum sem hann kenndi við Háskóla Íslands — og var reyndar byrjaður á þriðja hringnum þegar hann réðst sem aðalbankastjóri til Búnaðarbanka Íslands í ársbyrjun 1930“ (bls. 164). Sem fyrr segir er jafnvægi í umfjöllun um einstök fræðasvið gott í þess- um fyrsta hluta bókarinnar og til fyrirmyndar hversu vel er gerð grein fyrir menntunarmöguleikum kvenna. Höfundur sýnir glöggt hvernig kynjakerfið birtist bæði innan og utan háskólans og í viðhorfum beggja kynja. Hér má t.a.m. benda á frásögn sem Guðmundur sækir í bók Önnu Ólafsdóttur Björnsson um sögu Húsmæðrakennaraskóla Íslands en þar er vitnað í bréf ungrar stúlku, frá fimmta áratug aldarinnar, til móður sinnar þar sem hún kvartar yfir því að faðir sinn vilji að hún fari í læknis- eða lögfræðinám. Sjálf hefur hún lítinn hug á slíku og segist ekkert geta gert að því að hún fædd- ist stúlka en ekki piltur, að hún skyldi búin kvenlegum dyggðum en ekki karlmannlegum, að hún skyldi hafa meiri áhuga á matreiðslu og útsaum en læknisfræði (bls. 246–247). Annar hluti bókarinnar nær til breytingaskeiðsins frá upphafi sjöunda áratugarins til 1990. Í upphafi er gerð ítarleg grein fyrir samfélagslegum breytingum á Vesturlöndum á eftirstríðsárunum og Sigríður lýsir vel þeirri þenslu sem varð á menntakerfi vestrænna þjóða. Þetta var tími aukinna menntunarmöguleika allra stétta og beggja kynja, og undir lok þessa tímabils lögðu fleiri konur en karlar stund á nám við Háskóla Íslands. Þegar hér var komið sögu hafði nemendum við háskólann fjölgað í nær 5000, en við upp- haf sjöunda áratugarins voru nemendur við HÍ innan við 800. Sjöundi og áttundi áratugurinn var tími umróts á Vesturlöndum og gerir Sigríður vel grein fyrir því með hvaða hætti róttæk stúdentahreyfing, og ekki síður róttæk kvennahreyfing, festi rætur hér á landi. Líkt og annars staðar á Vesturlöndum náðu nýjar hugmyndir um tengsl hagþróunar og menntunarstigs að skjóta rótum og birtust meðal annars í stofnun skóla- rannsóknardeildar við menntamálaráðuneytið í ráðherratíð Gylfa Þ. Gísla - sonar. Höfundi tekst líka vel að lýsa þeirri breytingu sem varð á hugmynd- um um tengsl hagþróunar og menntunar frá sjöunda ártugnum til þess níunda, þegar nýfrjálshyggju var farið að gæta í umræðum um menntamál. ritdómar190 Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 190
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.