Saga - 2013, Qupperneq 198
fangs mikla verkefni sem lagt var upp með (bls. 18). Hléið sem gert var á
uppgreftinum olli því líka að erfitt reyndist að samþætta upplýsingar, sem
aftur varð til þess að túlkun og úrvinnsla varð flóknari en ella (bls. 261).
Nokkrir stórir fornleifauppgreftir fóru fram á 9. áratug 20. aldar, svo
sem á Stóru-Borg, Bessastöðum og í Viðey, en heildarniðurstöður þeirra
hafa ekki komið út. Skýringin á þessum töfum er í flestum tilfellum fjár-
skortur en það hve langur tími líður frá lokum fornleifarannsókna á Íslandi
þangað til heildarniðurstöður eru gefnar út hefur hamlað framþróun í fag-
inu. Það er því stór áfangi í íslenskri fornleifafræði að komin sé út bók um
rannsóknir á bæjarhólnum í Reykholti, því ritið er fyrsta heildarútgáfan á
slíkum uppgrefti frá Íslandi.
Markmið uppgraftarins í Reykholti var að grafa upp byggingar frá 13.
öld, bera fornleifar saman við ritheimildir og aðra bæjarhólsrannsóknir sem
voru í gangi á svipuðum tíma, t.d. á Stóru-Borg, skoða hvernig nýtingu
jarðhita í Reykholti á miðöldum var háttað, komast að því hvenær fyrsta
kirkjan var reist í Reykholti og skoða tengingu Reykholts við menningar-
sögu Norður-Atlantshafs (bls. 34–35).
Aðalmarkmið rannsóknarinnar í Reykholti, samanburður á fornleifum
og ritheimildum, er mjög mótað af þeirri nálgun sem einkenndi íslenska
fornleifafræði allt fram á tíunda áratuginn þar sem fornleifar voru fyrst og
fremst rannsakaðar með hliðsjón af ritheimildum. Stjórnmálamenn stjórn -
uðu hvar fornleifauppgreftir fóru fram, frekar en rannsóknaráhugi fræði-
manna, og beindust sjónir þá yfirleitt að þekktum sögustöðum og valda -
miðstöðvum. Rannsóknin í Reykholti er barn síns tíma og höfundi tekst því
miður aldrei að brjótast út úr viðjum ritheimilda og hefðbundinnar sögu -
skoðunar í úrvinnslu hennar. Lesandi fær aldrei á tilfinninguna að fornleif-
arnar hefðu getað raskað þeirri mynd sem ritheimildir hafa dregið upp af
Reykholti sem stórbýli og valdamiðstöð, allt er gert til að láta fornleifar og
ritheimildir passa saman.
Það varð ekki við það ráðið að úrvinnsla annarra stórra fornleifaupp-
grafta frá níunda og tíunda áratug síðustu aldar tafðist svo niðurstöður
þeirra nýttust ekki til samanburðar við uppgröftinn í Reykholti líkt og lagt
var upp með. Það hefði þó mátt vega upp á móti því með því að nýta sér
efni úr stórum fornleifarannsóknum sem hófust í kringum 2000. Ekki er
minnst á rannsóknir á Skriðuklaustri eða Kirkjubæjarklaustri í ritinu, en
erfitt er að sjá hvernig hægt er að fjalla um uppgröft á bæjarhól á kirkjustað
eins og Reykholti án þess að minnast á þessar nýju rannsóknir á íslenskum
klaustrum. Þessir uppgreftir höfðu að vísu ekki enn verið endanlega gefnir
út þegar bókin um Reykholt kom út, en til eru bæði áfangaskýrslur og styttri
greinar um báðar rannsóknir sem höfundur hefði getað nýtt sér til saman-
burðar. Sjaldan er vísað í niðurstöður uppgraftar í Viðey, sem þó er klaust-
ur og kirkjustaður og spannar að miklu leyti sama tímabil og uppgröfturinn
í Reykholti. Höfundur nýtir sér samanburðarefni frá Skálholti og Hólum í
ritdómar196
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 196