Saga - 2013, Page 201
sauðkindar. Sjaldgæft er að hálfar beinagrindur húsdýra finnist í samhengi
sem þessu hér á landi. Eðlilegt hefði verið að birta ljósmynd, teikningu og
nákvæman lista yfir þau bein sem fundust, en það er ekki gert og því verður
erfitt fyrir aðra fræðimenn að nýta sér þennan fund til frekari túlkana.
Í kaflanum þar sem teknar eru saman niðurstöður fornleifarannsókn-
anna og sérfræðigreininga gengur höfundur stundum fulllangt í full-
yrðingum sínum. Þar segir til dæmis að verkaður fiskur og selur hafi verið
fluttur til Reykholts en aðeins eitt selbein fannst við uppgröftinn og 37 fisk-
bein, en heildarfjöldi tegundargreinanlegra beina frá öllum tímabilum var
aðeins 150 (bls. 258–259 og 264–265). Erfitt er að fullyrða út frá svo litlu
dýrabeinasafni annað en að þær tegundir sem bein fundust úr hafi verið
nýttar á svæðinu að einhverju marki. Hæpið er að draga ályktanir um eðli
og um fang aðfluttra afurða út frá svo litlu safni.
Að mínu mati er ein áhugaverðasta niðurstaða rannsóknarinnar sú að
elstu búsetuminjarnar sem fundust í Reykholti eru frá því um 1000, en höf-
undur telur mögulegt að þá hafi bærinn verið fluttur þangað frá jörðinni
Geitlandi (bls. 26). Gaman hefði verið að fá meiri umræðu um þetta atriði
og mögulegar ástæður fyrir slíkum flutningi, en ef til vill er von á því í síðari
bókum um rannsóknir í Reykholti og nágrenni.
Í bókinni er fjallað ítarlega um nýtingu jarðhita í Reykholti á miðöldum.
Þar er helst til umfjöllunar bygging 12 í fasa 2 (12.–14. öld) sem hafði hellu-
gólf og veggi sem voru að hluta úr tilhöggnum hverahrúðurssteinum
(geyserite). Innanmál hennar var 6,8 x 3,5 m og úr henni lá lögn sem talið er
að hafi náð að hvernum Skriflu. Engir gripir fundust í byggingunni (bls.
76–78). Nokkurs misræmis gætir í umfjöllun um bygginguna en á einum
stað segir: „The calculations of heat flow, and the nature of this flow
through the conduit to the building, carried out by engineers at the Uni -
versity of Iceland are consistent with this interpretation“ (bls. 86–87) en
nokkrum blaðsíðum síðar segir: „To comply with the suggestion that the
building was a bath house, a 40°C inside temperature would have been
required. The capacity of the system was not sufficient to generate that
much heat“ (bls. 93). Útreikningar á varmanýtingu virðast því hafa sýnt að
ekki hafi verið um að ræða baðhús, að minnsta kosti ekki með 40°C hita, en
höfundur ákveður þó að útiloka ekki þann möguleika. Skordýraleifar úr
nálægum ruslahaug (midden [577]) gætu bent til þess að bygging 12 hafi
verið brugghús (bls. 86–87). Höfundur kemst því ekki að afdráttarlausri
niðurstöðu um hlutverk byggingar 12 enda gáfu niðurstöður sérfræðinga
engin einhlít svör. Því miður lætur höfundur ekki þar við sitja heldur notar
þessa óvenjulegu byggingu sem rökstuðning fyrir stöðu Reykholts sem
merks kirkjustaðar og stórbýlis á tímum Snorra Sturlusonar. Þrátt fyrir að
engin skýr niðurstaða sé um tilgang byggingar 12, telur höfundur hana vera
ótvírætt merki um fágun Reykholts og sérstaka stöðu á þeim tíma er Snorri
Sturluson réð þar húsum.
ritdómar 199
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 199