Saga - 2013, Page 203
Þegar á heildina er litið er þessi útgáfa á niðurstöðum rannsókna á
bæjar hólnum í Reykholti verk sem ekki nýtir sér það sem gerst hefur í
íslenskri fornleifafræði undanfarin 15 ár. Höfundur gerir ekki allt það sem
lagt er upp með í markmiðum rannsóknarinnar, sérstaklega þegar kemur að
því að bera þær fornleifar sem fundust saman við minjar frá sama tíma sem
fundist hafa annars staðar á Íslandi og við Norður-Atlantshaf og setja
Reykholt í menningarlegt samhengi við umheiminn. Allur samanburður er
mjög í skötulíki og niðurstöður bókarinnar líða fyrir það.
Höfundur nálgast fornleifarnar út frá forsendum ritheimilda og beitir
greiningu á byggingargerðir sem að einhverju leyti er úrelt í stað þess að
tengja þær upplýsingar sem fram koma við uppgröftinn við hinn sam-
félagslega þátt. Fyrir utan þann tíma sem Snorri Sturluson var í Reykholti
virðist staðurinn hafa byggt sig sjálfur og lítið er skyggnst undir yfirborð
þeirra breytinga sem virðast hafa orðið á starfseminni á bæjarhólnum.
Gagnsemi bókarinnar um Reykholt er því helst sem nokkurskonar frum-
gagns, sem vonandi verður hægt að vinna áhugaverðari greiningu úr síðar.
Albína Hulda Pálsdóttir
NABOER I NORDATLANTEN. FÆRØERNE, ISLAND OG GRØN-
LAND. HOVEDLINJER I VESTNORDENS HISTORIE GENNEM 1000
ÅR. Ritstjórar: Jón Th. Thór, Daniel Thorleifsen, Andras Mortensen og
Ole Marquardt. Fróðskapur. Þórshöfn 2012. 487 bls. Myndir, kynning
á höfundum, bókarkynning á ensku, mannanafnaskrá, staðarnafnaskrá.
Heimilda skrár fylgja einstökum bókarhlutum eða köflum.
Árið 2002 tók hópur sagnfræðinga frá Grænlandi, Íslandi, Færeyjum, Noregi
og Danmörku sig saman um að skrifa sameiginlega sögu Grænlands,
Íslands og Færeyja, þeirra landa sem eru kölluð Vestnorden á dönsku og
væri hægt að kalla Vestnorðurlönd á íslensku. Bókin sem hér er kynnt er
afrakstur þess verks. Íslendingurinn Jón Þ. Þór var aðalritstjóri verksins, en
í ritstjórn með honum störfuðu Daniel Thorleifsen og Ole Marquardt frá
Grænlandi og Andras Mortensen frá Færeyjum. Alls eru höfundar 17 tals-
ins. Bókinni er skipt upp í sex hluta sem eru tölusettir með rómverskum töl-
um og afmarkaðir með sérstöku titilblaði en bera ekki nöfn. Í hverjum hluta
eru síðan einn til fimm kaflar með efnisheitum; þeir skiptast aftur í undir-
kafla og sumir í undir-undirkafla. I. hluti er yfirlitskynning á Vestnorður -
löndum og tengslum þeirra, síðan fróðleikur um hugmynd Evrópumenn -
ingarinnar um Norðurlönd. II. hluti er saga Vestnorðurlandabúa frá land-
námi til miðaldaloka. III. hluti er lýðfræðiyfirlit. IV. hluti er atvinnusaga
ritdómar 201
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 201