Saga - 2013, Side 205
Raunar er býsna misjafnt hve vel efnið hentar til samanburðar. Um efni
II. bókarhluta, landnáms- og miðaldasöguna, er ritheimildaforðinn svo mis-
mikill og sundurleitur að erfitt er um samanburð á þjóðunum. Hvorki um
norrænt ættaða Grænlendinga né Færeyinga á miðöldum hafa varðveist
umtalsverðar ritheimildir nema það sem segir um þá í íslenskum sögum.
Kannski hefði verið ráðlegt að gera minna út á ritheimildirnar í þessum bók-
arhluta og leita meira að fróðleik sem lesa má úr fornleifum. Þar standa
Grænlendingar og Færeyingar miklu betur. Lýðfræðihlutinn hentar hins
vegar vel til samanburðar, enda er hann vel skrifaður til slíks, tekið á efninu
með sömu grunnhugtökin að verkfærum og niðurstöður meðal annars sett-
ar fram í ágætum línuritum. Þessi kafli er í besta lagi fróðlegur og áhuga-
verður. En kaflarnir um andlega menningu og menntir (V. hluti) vilja leysast
upp í marklitlar upptalningar á stofnunum og einstaklingum; þar hefði
verið þörf á fastari tökum.
Það er markmið allra sagnfræðirita, sem aldrei verður þó náð til fulls, að
segja rétt frá staðreyndum, jafnvel hinum lítilvægustu. Þetta er sérstaklega
erfitt í yfirlitsritum þar sem tekið er á mörgum efnum og farið víðar yfir en
svo að nokkur höfundur eða nokkur ritstjóri geti haft stjórn á því öllu; það
þekki ég af eigin reynslu. Ég held ekki að meira sé um staðreyndavillur í
bókinni sem hér er skrifað um en gerist og gengur. En stríðinu endalausa
við villurnar verður að halda áfram, og því ætla ég að benda á nokkrar,
aðallega í Íslandssögu bókarinnar, án þess þó að eltast við smæstu smá-
atriði. Í færeyska og grænlenska sögu treysti ég mér lítið.
Á bls. 127 er Hungurvaka borin fyrir fróðleik um mannfall í plágunni
síðari á Íslandi, 1494–1495. Þar er sýnilega átt við Biskupaannála séra Jóns
Egilssonar. Misskilningurinn sprettur líklega á einhvern hátt af því að Jón
skrifaði annála sína sem eins konar framhald af eigin efnisútdrætti úr
Hungur vöku. En nú gengur ekkert rit undir því nafni annað en saga fyrstu
fimm Skálholtsbiskupanna, talin samin í upphafi 13. aldar.
Á bls. 130, þar sem ræðir um Ísland eftir 1700 og í tengslum við Vestur -
heimsferðir á áratugunum í kringum aldamótin 1900, segir að maður hafi
þurft að eiga jörð til þess að mega gifta sig. Ekki er vísað til heimildar um
þetta fremur en oftast ella í bókinni. Varla þarf heldur heimild til að sjá að
þetta er fjarstæða í landi þar sem 80% bænda voru leiguliðar og eignuðust
fæstir nokkurn jarðarskika nokkru sinni á ævinni. Og jafnvel þótt ekki sé átt
við eign í strangasta skilningi heldur kost á leigujörð, eins og mun hafa
verið í Færeyjum, veit ég ekki til að nein slík regla hafi gilt á Íslandi. Hún
kemur aðeins fram í bænarskrám til Alþingis en var aldrei samþykkt á
þinginu.
Því er haldið fram á bls. 173 að einokunarverslunin á Íslandi hafi oftast
verið rekin með tapi. Í heimildaskrá bókarhlutans er tilfærð bók Gísla
Gunnarssonar, Upp er boðið Ísaland, en engin önnur heimild sem er líkleg til
að fjalla um þetta. Þar segir í lokakafla (bls. 268) að venjulega hafi verslunin
ritdómar 203
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 203