Saga - 2018, Page 7
F O R M Á L I R I T S T J Ó R A
Í vorhefti Sögu eru óvenjumargar ritrýndar greinar eða fimm alls. Á móti
kemur að engar viðhorfsgreinar eru í heftinu en þær hafa verið nær fastur
liður um árabil. Ástæða er til að hvetja fræðimenn til þess að senda ritstjór-
um viðhorfsgreinar til skoðunar — þær eru styttri en hefðbundnar ritrýndar
greinar og gefa meira svigrúm til vangaveltna um fræðileg álitaefni, túlkun
heimilda, nýstárlegar aðferðir og kenningar í fræðunum eða til skoðana-
skipta.
Forsíðumyndin er tengd árinu 1918 en þess er minnst í ár að hundrað ár
eru liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Aðrir atburðir þessa árs lifa
ekki síður, og jafnvel sterkar í minni þjóðarinnar, þ.e. spænska veikin, frosta -
vetur inn mikli og kötlugosið. Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur ræðir
þetta ár út frá ljósmynd af Jóni Magnússyni forsætisráðherra, eiginkonu
hans Þóru Jónsdóttur og fósturdóttur þeirra, Þóru Guðmundsdóttur.
Álitamálið að þessu sinni er ritskoðun og tjáningarfrelsi í sögulegu tilliti.
Ritstjórar fengu Hrafnkel Lárusson doktorsnema í sagnfræði til þess að
móta og afmarka efnið og velja þátttakendur auk þess sem hann skrifar
sjálfur. Hinir höfundarnir eru Ásta kristín Benediktsdóttir doktorsnemi í
bókmenntafræði, kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur og Sævar Finn -
bogason doktorsnemi í heimspeki.
Ritrýndu greinarnar eru fjölbreyttar að efni. Þorsteinn Vilhjálmsson
forn fræðingur beitir kenningum Michels Foucault um heterótópíur eða
staðbrigði til þess að lesa á nýstárlegan hátt í þekktar dagbækur Ólafs
Davíðs sonar og náið samneyti skólapilta við Lærða skólann í Reykjavík.
kristjana kristinsdóttir sagnfræðingur fjallar um hreppstjóraembættið í
sögu Íslands með áherslu á skjalasöfn hreppstjóra, tilurð þeirra, innihald og
notkunarmöguleika. Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur ræðir í sinni
grein um barnsfarasótt á Íslandi á nítjándu öld, en það var banvæn bakteríu -
sýking sem lagðist á sængurkonur skömmu eftir barnsburð og kom reglu-
lega upp hér á landi fram undir miðja tuttugustu öld. Sigurbjörg Elín Hólmars -
dóttir sagnfræðingur beitir kenningum Pierres Bourdieu um auð magn til
þess að skoða matreiðslubækur frá 1800 til 1975, og það sem þar er sagt um
gestgjafahlutverkið, til þess að lesa í hugmyndir um kvenímyndina og hlut-
verk húsmóðurinnar. Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur og Þorgerður
Einarsdóttir félagsfræðingur beita einnig kenningum Bourdieus um auð -
magn í rannsókn sinni á tveimur kynslóðum athafnakvenna og gerenda-
hæfni þeirra en leggja einnig til grundvallar hugtakið athafnasemi sem
hefur fremur verið tengt við karla en konur.
Loks eru ritdómar og skýrsla stjórnar Sögufélags 2016–2017.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 5