Saga - 2018, Page 9
gunnar þór bjarnason
Fullveldið, listin — og dauðinn
Er þetta ekki alveg ómótstæðileg ljósmynd og falleg? Eins og gamlar
ljósmyndir eru oft. Nær texti um fortíðina nokkurn tíma að vekja
hugrenningar á sama hátt og góð ljósmynd? Stundum er eins og
ljósmyndir komi okkur í beint samband við fyrri kynslóðir og þá er
auðvelt að gleyma sér við að horfa — spá í svipbrigði, andlitsdrætti,
augnaráð, fatnað, hár, skegg. Hvernig ætli kjóllinn sé á litinn? Og
augun?
Ef við bara ættum meira af svona ljósmyndum! Og ekki einungis
uppstilltum myndum þar sem allir eru í sínu fínasta pússi og svo
ofboðslega alvarlegir. En þannig er það oftast og kannski þess vegna,
í og með, sem við höldum stundum að fólk á árum áður hafi alltaf
verið svo alvörugefið.
Myndin er sennilega tekin árið 1905. Við sláum því föstu að svo
sé en hún gæti verið einu ári eldri eða svo. Það breytir ekki öllu.1
Ljósmyndarinn, Pétur Brynjólfsson, rekur ljósmyndastofu við Banka -
stræti 14 í Reykjavík en flytur ári síðar í nýreist hús við Hverfisgötu
18 sem var sérstaklega byggt með það í huga að þar mætti reka ljós-
myndastofu. Pétur er fæddur 1881 og einn þekktasti ljósmyndari
bæjarins. Hann hafði (sennilega) fyrst lært ljósmyndun hjá Sigfúsi
Eymundssyni áður en hann hélt til frekara náms í kaupmannahöfn,
um tíma einnig í Þýskalandi.2
Augun staðnæmast fyrst við stúlkuna í miðið sem horfir beint í
myndavélina og virðist vera hálfdöpur í bragði, jafnvel sorgmædd.
Saga LVI:1 (2018), bls. 7–11.
F O R S Í Ð U M y N D I N
1 Að sögn Ingu Láru Baldvinsdóttur, sérfræðings á Ljósmyndasafni Íslands, eru
einungis varðveittar ljósmyndaplötur frá Pétri Brynjólfssyni frá árinu 1906 og
þaðan af yngri. Plata með þessari mynd finnst ekki. Af því má álykta að myndin
sé tekin 1905 eða fyrr. En Þóra Guðmundsdóttir, sú í miðið, fæddist 1888 og
getur varla verið mikið yngri en 17 ára.
2 Inga Lára Baldvinsdóttir, Ljósmyndarar á Íslandi 1845–1945 — Photographers of
Iceland 1845–1945 (Reykjavík: JPV, Þjóðminjasafn Íslands 2001), bls. 310.
Gunnar Þór Bjarnason, gunnarthorbjarnason@gmail.com
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 7