Saga - 2018, Page 10
Eða er það ímyndun þess sem horfir á myndina og veit hver örlög
stúlkunnar verða? Hún er 17 ára gömul, klædd fallegum kjól með
blúndukraga og ber langa festi um háls, hárið uppsett.
Stundum skiptir litlu eða engu hvort við þekkjum fólk á göml -
um myndum, þær tala sínu máli þrátt fyrir nafnleysið. En við vitum
margt um þessi þrjú og það litar óhjákvæmilega viðhorf okkar til
myndarinnar.
Til hægri situr Jón Magnússon, fyrrverandi sýslumaður í Vest -
manna eyjum og landritari. Hann er nýorðinn skrifstofustjóri í dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu sem stofnað hafði verið þegar fram-
kvæmdavaldið fluttist inn í landið með heimastjórninni 1904. Jón er
hálffimmtugur, hefur setið á Alþingi frá árinu 1902 og á fyrir hönd-
um langan og farsælan stjórnmálaferil. Í ársbyrjun 1917 varð hann
fyrsti forsætisráðherra Íslands þegar samsteypustjórn var mynduð
í fyrsta sinn hér á landi. Fram að því hafði ráðherra Íslands í raun
verið eins manns ríkisstjórn. Jón gegndi tvívegis embætti forsætis-
ráðherra, 1917–1922 og 1924–1926, og kom mikið við sögu í þeirri
atburðarás sem leiddi til fullveldis Íslands árið 1918.
Við hlið hans situr eiginkonan, Þóra Jónsdóttir Magnússon, sem
tók upp eftirnafn manns síns þegar þau giftust 1892. Hún er ári eldri
en Jón, dóttir Jóns Péturssonar, háyfirdómara við Landsyfirrétt og
alþingismanns, og seinni konu hans, Sigþrúðar Friðriksdóttur Eggerz.
Sigþrúður varð fyrsti formaður Hins íslenska kvenfélags 1894 og Jón
var bróðir Brynjólfs Fjölnismanns og Péturs, biskups yfir Íslandi
1866–1889. Þóra Magnússon og Þóra Pétursdóttir (Thor oddsen) eru
því bræðradætur. En þá síðarnefndu þekkja lesendur Sögu eflaust
best úr einu eftirminnilegasta sagnfræðiverki síðustu ára, Þóru bisk-
ups eftir Sigrúnu Pálsdóttur.3 Bræður Þóru, Friðrik og Sturla Jóns -
synir (oftast kallaðir Sturlubræður), eru meðal umsvifamestu og
þekktustu athafnamanna landsins. Elsta systir þeirra er Arndís, gift
Guðmundi Guðmundssyni héraðslækni í Stykkishólmi.
Jón og Þóra Magnússon eru hin íslenska yfirstétt holdi klædd —
hún af einni áhrifamestu og auðugustu fjölskyldu landsins, hann
háttsettur embættismaður og rís síðar til æðstu metorða í íslenskum
stjórnmálum. En þeim verður ekki barna auðið. Stúlkan í miðið á
myndinni er kjördóttir þeirra, Þóra, fædd 1888. Hún er dóttir Arn -
dísar og Guðmundar í Stykkishólmi.
gunnar þór bjarnason8
3 Sigrún Pálsdóttir, Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar (Reykja -
vík: JPV 2010).
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 8