Saga - 2018, Blaðsíða 12
haldin var í Miðbæjarskólanum í Reykjavík sumarið 1911 fékk Þóra,
ásamt nokkrum öðrum konum, verðlaun fyrir listsaum.7 En fimm
árum áður hafði hún hlotið viðurkenningu fyrir hannyrðir á sýn -
ingu úti í Danmörku.8 Þóra kynntist ýmsu mektarfólki í Danmörku
á lífsleiðinni. Í handritasafni Landsbókasafns Íslands eru meðal ann-
ars varðveitt nærri 30 bréf til hennar frá Alexandrínu drottningu,
eiginkonu kristjáns X.9
kjördóttirin Þóra elst upp við allsnægtir, ferðast til útlanda og
nýtur lífsins. Hún er alltaf kölluð Minna af fjölskyldu og vinum og
sögð hafa verið afar myndarleg ung kona, „nokkuð hávaxin, and-
litsfríð með skolleitt hár og blágrá augu“ og „hressileg, dugleg og
aðlaðandi“.10 Vorið 1914 giftist hún Oddi Hermannssyni, fulltrúa
hjá bæjarfógetanum í Reykjavík, og nefnir sig eftir það Þóru Her -
mannsson. Oddur er sýslumannssonur, lögfræðingur og verður
síðar skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu.11
Þegar fjórir fulltrúar danskra stjórnvalda koma til Íslands sum-
arið 1918 til að semja við Íslendinga um ný sambandslög má segja
að Jón og Þóra Magnússon og fjölskylda hennar taki þá að sér. Þær
þrjár vikur sem Danirnir dvelja í Reykjavík gistir einn þeirra á heim-
ili forsætisráðherrahjónanna að Hverfisgötu 19 en við hlið þess reis
síðar Þjóðleikhúsið. Hinum þremur Dönunum er vísað til herbergja
í stórri og glæsilegri byggingu þar skammt frá, Hverfisgötu 29, sem
Sturlubræður reistu, og hefur frá árinu 1919 hýst danska sendiráðið.
Þar búa Minna og Oddur, enn barnlaus.
Eftir að kjósendur samþykkja sambandslagafrumvarpið í þjóðar-
atkvæðagreiðslu 19. október 1918 heldur Jón Magnússon til kaup -
mannahafnar til að sitja ríkisráðsfund og undirrita lögin. Eigin -
konan er með í för eins og jafnan í utanlandsferðum ráðherrans.
Halda þau utan fimmtudaginn 24. október. Þá hafa um nokkurt
skeið borist til landsins fréttir af mannskæðri inflúensu erlendis,
spænsku veikinni. Og Íslendingar sleppa ekki. Var þó ekki á bæt-
andi, hafa sennilega einhverjir hugsað. Frostavetur, kötlugos, erfið -
gunnar þór bjarnason10
7 „Skrá yfir verðlaun á iðnsýningunni 1911“, Vísir 16. ágúst 1911.
8 Hrafnhildur Schram, Huldukonur í íslenskri myndlist, bls. 79.
9 Lbs.-Hbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn) Lbs. 4783, 4to.
10 Þjóðminjasafn Íslands, þjóðháttadeild (efni óháð spurningalistum). Frásögn
Guðrúnar Guðjónsdóttur.
11 „Oddur Hermannsson skrifstofustjóri“, Óðinn 20:7–12 (1924), bls. 87 og
„Oddur Hermannsson skrifstofustjóri“, Morgunblaðið 8. febrúar 1927.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 10