Saga - 2018, Page 18
tjáningarfrelsis var þó farið að gæta víðar, m.a. í danska konungsrík-
inu sem Ísland var þá hluti af. Þær breytingar eru kenndar við Johan
Friedrich Struensee, sem var líflæknir kristjáns VII. Danakonungs
og náði í skjóli konungs miklum völdum innan danska stjórnkerfis-
ins.
Svo mikil urðu áhrif Struensees að talað er um tímabilið frá
miðju ári 1770 til janúar 1772 sem valdatíma hans, þegar hann í raun
stýrði ríkinu í gegnum konung. Þá var ritskoðun aflétt og prentfrelsi
lögfest sem þá var nýmæli í Danmörku og Noregi. Ritskoðunin sem
verið hafði við lýði var ekki mjög ströng en stóð þó í vegi fyrir
opinni samfélagsumræðu og gagnrýni á stjórnvöld. Flestar þær
breytingar sem gerðar voru í Danmörku á valdatíma Struensees
voru dregnar til baka eftir að honum var steypt og hann tekinn af
lífi. En það afturhvarf varði ekki lengi og áttu flestar breytingarnar
eftir að verða innleiddar aftur síðar, þ.á m. prentfrelsi. Hversu mjög
áhrifa Struensees gætti hér á landi er ekki auðvelt að meta en þó má
benda á að fyrsta veraldlega prentsmiðjan á Íslandi var stofnuð í
Hrappsey árið 1773, ári eftir að valdatíma Struensees lauk.2
Á Íslandi snerist opinber tjáning á nítjándu öld nær alfarið um
hið skrifaða og talaða orð. Fram undir lok aldarinnar voru það emb-
ættis- og menntamenn (eingöngu karlar) sem nánast einokuðu það
svið. Önnur tjáningarform sem lúta þurftu ritskoðun í Evrópu á
sama tíma, svo sem leiklist, ópera og síðar einnig kvikmyndir, festu
ekki rætur á Íslandi fyrr en um aldamótin 1900 (leikhús) eða allöngu
eftir aldamótin (ópera og kvikmyndahús). Félagastarfsemi meðal
almennings var lítil á Íslandi fram undir lok nítjándu aldar og þar
með möguleikar á opinberri tjáningu henni tengdir.3
yfirvöld í kaupmannahöfn virðast ekki hafa haft teljandi áhyggj-
ur af því hvað var prentað á Íslandi á nítjándu öld. Landið var langt
í burtu frá höfuðborg danska ríkisins og efni prentað á íslensku
álitamál — sagan og samtíminn16
2 Palle Laurings, Danmarkshistorie (Viborg: Aschehoug 2004), bls. 183–200; Jón
Helga son, Hrappseyjarprentsmiðja 1773–1794. Safn Fræðafjelagsins VI (kaup -
manna höfn: Hið íslenska fræðafjelag í kaupmannahöfn 1928).
3 Gunnar karlsson, Frelsisbarátta suður-þingeyinga og Jón á Gautlöndum (Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag 1977); Hrefna Róbertsdóttir, Reykjavíkurfélög. Félags -
hreyfing og menntastarf á ofanverðri 19. öld (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla
Íslands 1990); Hrafnkell Lárusson, Í óræðri samtíð með óvissa framtíð. Íslensk
sveitar blöð og samfélagsbreytingar um aldamótin 1900 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun
Háskóla Íslands 2006).
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 16