Saga - 2018, Page 21
töku almennings í félagastarfi, stjórnmálum og opinberri umræðu
og sífellt háværari krafna um aukin lýðræðisleg réttindi þegnanna,
einkum í ríkjum Evrópu og Norður-Ameríku. Þessi réttindabarátta
var langvinn. Allt fram á tuttugustu öld var, í þeim ríkjum sem nú
státa af mestum lýðræðislegum réttindum almennings, hörð and -
staða gegn réttindakröfum og reynt var að binda full borgararéttindi
við t.d. kyn, eign og/eða menntun. Það viðhorf var lífseigt að al -
menn ingur þyrfti að uppfylla óljósar kröfur um aukinn þroska til að
hljóta réttindin og auk þess var lengi deilt um það hverjir teldust til
almennings.8
Samfélagsþróun í ríkjum Evrópu var misjafnlega hröð á nítjándu
öld, en eftir frönsku byltinguna tók evrópsk yfirstétt að eyða mikilli
orku í viðleitni til að stýra þeim upplýsingum og pólitísku skoðun-
um sem birtust almenningi, hvort heldur var í gegnum fjölmiðla eða
listir. Hreyfiaflið var einkum óttinn við mögulega uppreisn lágstétt-
anna. Í þessu sambandi var það ekki ritmál sem helst var reynt að
hemja enda ólæsi almennt meðal lágstéttarfólks í Evrópu fram eftir
nítjándu öld. Um miðja öldina var ritskoðun á listum, einkum skop-
myndum, mun ákafari en gagnvart hinu ritaða orði. Fólk þurfti ekki
að vera læst til að skilja myndir og þær voru því áhrifaríkari miðill
en texti.9
Áhrifamáttur mynda hefur síst minnkað á síðari tímum þrátt
fyrir almennt læsi. Stafræn bylting undangenginna áratuga hefur
eflt áhrifamátt myndefnis til muna. Fjölbreytt stafrænt myndefni
streymir heimshorna á milli á örskotsstundu og vekur oft sterk við -
brögð, t.d. myndir af stríðshrjáðum börnum í Sýrlandi eða Jemen.
Áhrifamáttur skopmynda er líka enn ríkur, eins og skýrt kom fram
í deilunni um Múhameðsteikningarnar í Jótlandspóstinum árið 2005
og fjöldamorðinu á ritstjórnarskrifstofu skopmyndaritsins Charlie
Hebdo í Frakklandi í byrjun árs 2015.
Leikhúsið er enn öflugur vettvangur tjáningar þótt það standi
myndefni ekki á sporði hvað varðar möguleika til dreifingar í staf-
rænum heimi. Fólk af öllum stéttum þyrptist í leikhús Evrópu á nítj-
ándu öld, þ.m.t. lágstéttarfólk. Stjórnvöld í álfunni óttuðust mjög að
ef sýnd væru leikrit sem gagnrýndu þau harðlega væri hætta á
álitamál — sagan og samtíminn 19
8 Jean Grugel, Democratization. A Critical Introduction (New york: Palgrave Mac -
Millan 2002), bls. 15–20.
9 Robert Justin Goldstein, Political Censorship of the Arts and the Press in Nineteenth-
Century Europe, bls. 10–11 og 72–112.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 19