Saga - 2018, Page 23
tæki.12 Það að valdamiklir og/eða fjársterkir aðilar beiti lagalegum
úrræð um í tilraunum til að stýra umfjöllun um sjálfa sig er því ekki
nýj ung.
Aðferðir yfirvalda í Evrópuríkjum á nítjándu öld við að hindra
að óæskilegt lesefni færi í birtingu skiptust í tvo meginflokka sem
kalla má beinar og óbeinar aðgerðir.13
Til beinna aðgerða taldist það að koma í veg fyrir útgáfustarf -
semi „óæskilegra“ aðila. Til þess var beitt leyfisskyldu, bæði á prent-
un og útgáfu. Í henni gat falist að ekkert mátti prenta fyrr en fulltrúi
ritskoðunarskrifstofu hafði lesið allt efnið og samþykkt það. Önnur
bein aðgerð var svo einfaldlega sú að banna blöð og/eða banna til-
teknum blaðamönnum að skrifa. Brottrekstur úr starfi, fangelsanir
og jafnvel aftökur voru þekkt úrræði. Nýlegt dæmi um svo harka-
lega meðferð á fjölmiðlum og starfsmönnum þeirra eru aðgerðir
stjórnvalda í Tyrklandi eftir valdaránstilraunina sumarið 2017.
Óbeinar aðgerðir stjórnvalda beindust helst að því að koma í veg
fyrir að fátækasta fólkið gæti keypt blöð eða annað lesefni. Til þess
var beitt úrræðum sem voru fjárhagslega íþyngjandi fyrir útgáfu og
leiddu óhjákvæmilega til þess að verð á hverju seldu eintaki hækk -
aði. Slíkar aðgerðir urðu líka til þess að einungis efnaðir menn, eða
einstaklingar með efnaða bakhjarla, gátu staðið í viðamikilli blaða-
eða tímaritaútgáfu vegna fjárhagslegrar áhættu af henni. Á vissan
hátt er þessi veruleiki kominn aftur, hvað snertir eignarhald fjöl -
miðla, því tilhneigingin frá lokum tuttugustu aldar hefur verið í átt
að frekari samþjöppun eignarhalds og stærri eininga, sem stundum
eru hluti af viðameiri rekstri.14 Tengsl eignarhalds fjölmiðla og rit-
stjórnarákvarðana þeirra hafa enda ítrekað vakið spurningar um til-
burði eigenda og stórra auglýsenda til hagsmunatengdrar umræðu -
stýringar.
álitamál — sagan og samtíminn 21
12 [Skapti Jósepsson] „Gjafsóknir“, Austri 2. september 1893, bls. 89–90; „Útskript
úr dómabók hins konunglega íslenzka landsyfirdóms“, Austri 22. nóvember
1895, bls. 126.
13 Robert Justin Goldstein, Political Censorship of the Arts and the Press in Nine -
teenth-Century Europe, bls. 39–54.
14 Lbs.-Hbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn), Guðrún Hálfdánar -
dóttir, Skiptir stærðin máli? Fjölmiðlasamsteypur og áhrif þeirra. MA-ritgerð í
blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands 2011, bls. 15–16.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 21