Saga - 2018, Side 26
spurð ur sagði ríkissaksóknari, Þórður Björnsson, að talið væri að
efni ritsins gæti varðað við lög um klám og ærumeiðingar. Auk þess
bryti útgáfan hugsanlega gegn lögum um prentrétt, þar sem ábyrgð -
ar manns væri ekki getið í blaðinu.2
Þegar ákæra var lögð fram gegn ritstjóranum, Úlfari Þormóðs -
syni, snerist hún hins vegar ekki um ærumeiðingar. Auk þess að
vera ákærður fyrir brot á prentlögum var Úlfar ákærður annars
vegar fyrir brot á 125. grein almennra hegningarlaga, sem kvað á
um refsingu við því að draga dár að eða smána trúarkenningar eða
guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, og hins vegar fyrir brot á
210. grein almennra hegningarlaga, sem segir refsivert að búa til
klám, flytja það inn, birta það á prenti eða dreifa því á annan hátt
opinberlega. Eftir sakfellingu í Sakadómi Reykjavíkur áfrýjaði Úlfar
málinu til hæstaréttar, þar sem það var tekið fyrir sumarið 1984.3
Í tilfelli guðlastsgreinarinnar var kært fyrir uppdiktað viðtal í
umræddu hefti Spegilsins. Þar var rætt við konu sem lýsti þeirri
ógæfu sem altarisgangan við ferminguna hefði kallað yfir bróður
hennar. „Afleiðingar altarisgöngunnar: Ofbeldi, rán, glæpir og morð“
var fyrirsögn umfjöllunarinnar. Henni fylgdu tvær ljósmyndir,
önnur af piltinum í fermingarkyrtlinum en hin tekin 12 árum síðar,
þar sem hann var orðinn svartur útigangsmaður í Harlem. Viðtalið
var hluti af lengri umfjöllun um fermingarathafnir kirkjunnar sem
öll var í mjög háðslegum stíl. Sakadómur Reykjavíkur og hæstirétt -
ur voru sammála um að í ljósi þess að altarissakramentið væri
„helgasta athöfn kristinnar guðsdýrkunar“ yrði umfjöllunin að telj -
ast guðlast en birting hennar yrði hvorki talin „framlag til málefna-
legrar umræðu um trúmál né hún talin hafa listrænt gildi“.
klámákæran snerist um þrjá þætti í blaðinu: í fyrsta lagi ljós-
mynd af nöktum manni sem hefur togað typpið aftur á milli lær -
anna til þess að geta svindlað sér inn á lista kvennaframboðs til
Alþingis, í öðru lagi baksíðumynd blaðsins af manni sem heldur
hnífi yfir typpinu á sér, en meðfylgjandi texti vísar til efnahagslegrar
álitamál — sagan og samtíminn24
2 „Inniheldur klám og ærumeiðingar“, Tíminn 1. júní 1983, bls. 3. Nafn Úlfars Þor -
móðssonar kom fram í Speglinum en hann var aðeins tilgreindur sem annar
starfsmanna þess.
3 Hrd. 1984, bls. 855–870. Umrætt hefti Spegilsins er aðgengilegt á Tímarit.is. Sjá
Spegillinn 43:2 (1983). Efnið sem kært var fyrir má finna á bls. 8–9, 24–25 og
39–40. Endurprentun blaðsins undir titlinum Samviska þjóðarinnar má einnig
finna á Tímarit.is, en hún er flokkuð með Speglinum.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 24